Bara örstutt, ætlaði bara að kyssa nýju tölvuna góða nótt, og ákvað að skrifa þá nokkrar línur í leiðinni ;)
Ég fór í klippingu og litun í gær og svo í lit og plokk í dag, svo það er ekki víst að það þekki mig nokkur sála eftir þessa yfirhalningu. En ég lét þó bótoxið í friði ;)
Skokkað aðeins í dag, í ca.50 min. ætla svo bara að slappa af fram að maraþoninu. Eins gott að standa sig þar, þar sem að ég er búin að fá tvö áheit :)
Er svo að bruna af stað til Reykjavíkurborgar seinnipartinn á morgun. Við Kristján förum bara tvö, því að Alla mágkona ætlar að vera svo góð að hafa Mikael tvær nætur og svo verður hann í sveitinni eina nótt :) Verður eflaust gaman fyrir alla aðila ;)
Verður fínt að hafa smá tíma til að dúllast í Reykjavík.
Planið var að kaupa sér fullt af fötum fyrir komandi skólaár, en þar sem ég eyddi öllum peningunum mínum í tölvu, þá verður víst minna af því...nema ég fari bara á Herinn ;)
En ég get líka örugglega fundið mér eitthvað uppbyggilegara að gera í Rvk. heldur en að eyða peningum í föt ;)
Till next...adios
Tuesday, August 14, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
...eins og að passa litlu frænku sína í oggulitla stund á föstudag á meðan mamman fer í bumbusund?
Post a Comment