Jamm, þetta var sko brúðkaupið - með ákveðnum greini ;)
Verð bara að segja það að þetta var með skemmtilegri brúðkaupum/veislum sem ég hef farið í :) með fullri virðingu fyrir þeim brúðkaupum sem ég hef farið í....
Kirkjuathöfnin var náttúrulega voða falleg og skemmtileg, bæði sögðu þau "já" Nonni og Kathleen. Og svo lék skoskur sekkjapípuleikari útgöngumars.
Veðrið var ágætt, pínu kalt í útimyndatökunni, en svo brast bara á með blíðu, og eftir fordrykk og snittur var manni hlýtt að utan sem innan ;)
Það var bara voða gaman að vera aðstoðarveislustjóri, Sverrir reddaði öllu og ég bara var í því að brosa og vera sæt ;) gekk alveg glimrandi vel. Sve stóð sig náttúrulega stórvel sem veislustjóri og svaramannaræðurnar hanns voru bráðskemmtilegar. Enda átti maður nú ekki von á öðru :)
Maturinn var alveg snilld, og svo var alveg bunki að bráðskemmtilegu fólki mætt á svæðið.
Ég man ekki alveg hvað klukkan var þegar ég skreið í sumarbústaðinn sem ég hafði afnot af, en eftir að maður er búinn að sitja á barnum nokkra tíma og reyna að finna upp á nýjum og nýjum drykkjum til að prufa, þá er eins og tímaskinið fari eitthvað á skjön ;)
Var að reyna að rifja upp drykkju dagsins/kvöldsins og röðin var eitthvað á þessa leið:
Hvítvín, beylis líkjör, kampavín, hvítvín, rauðvín, skot (man ekki hvaða tegund) white russian, fjórfaldur beylís líkjör og svo rauðvín í restina.
Heilsan hjá mér í dag hefur verið frekar döpur, en ég náði þó að keyra heim skammlaust og skíða upp í sófa seinnipartinn, þar sem ég hef dvalið síðan...en núna ætla ég að rífa mig upp úr sófanum og koma mér í rúmið. Enda skóli hjá allri fjölskyldunni á morgun :)
Till next...adios
Sunday, August 26, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ég vissi ekki að það væru til svona margar víntegundir!!!
Blessuð og til hamingju með bróður þinn. Þetta hefur aldeilis verið fín blanda í magann þinn mjóa, allar þessar áfengistegundir:-) Það lá við að maginn færi á hvolf bara við lesturinn!!! Bestu kveðjur og sjáumst fyrr en síðar. (sko þetta er ekki hótun HE! HE!) Hanna
Post a Comment