Wednesday, August 08, 2007

Annir

Það er mikið að gera á stóru heimili....og sérstaklega þegar maður nennir ekki á fætur fyrr en fer að halla í hádegið.
Verð að reyna að fara fyrr að sofa (og reka strákana fyrr í rúmið) og drífa mig á fætur fyrr, dagurinn var nærri hálfnaður þegar ég skreið á fætur um kl.10:30 í morgun.
En ég bætti það upp með því að fara út að skokka (eftir laaaaaangt hlé) þegar ég var búin að hjóla með Mikael í íþróttaskólann. Ætlaði svo að plata Kristján með mér í sund, en þá var klukkan orðin alltíeinu svo margt að ég bara slappaði af þar til að ég sótti Mikael aftur.
Svo var stefnan sett á sveitina þar sem ég fékk að keyra traktor ;) og rakaði dreifar fyrir Sverri.
Það er nú bara skemmtileg tilbreyting að traktorast aðeins :)
Á meðan batt Sverrir slatta af böggum sem meiningin er að ráðast á á morgun og koma undir þak.

Afskaplega er nú annars misjafnt hvað fólk er símavænt.
Ég þurfti að hringja í LÍN í dag;"lánasjóður íslenskra námsmanna" sagði stelpurödd þurrlega.
Ég bauð kurteislega góðan dag, og sagði til nafns, en fékk engin viðbrögð. Var nærri búin að segja "HALLÓ er örugglega einhver þarna" en var nokkuð viss um að stelpugreiið sem svaraði væri ennþá á hinum enda línunnar, svo ég bar upp erindið. "Ég gef þér samband við Rannveigu" sagði röddin á hinum endanum og ég gat ekki einu sinni sagt "takk" því það upphófst svona sónnn-bil-sónn-bil í þó nokkurn tíma.
Svo svaraði hún Rannveig, og þar var allt annað uppi á teningnum, eftir að hún var búin að leysa úr mínum málum var bara farið að spjalla, um hvað bankaábyrgð á lánunum væri há! Hún reiknaði það út að fyrir einn vetur væri bankinn að taka rúman 35.000 kr. bara í þóknun fyrir þessa bankaábyrgð. Ég sagði að það væri nú hægt að gera ýmislegt skemmtilegra fyrir þann pening, og þá sagði hún (sem mér fannst svolítið gaman) "já, það er t.d hægt að kaupa sér í matinn fyrir þetta í heila viku" Þá sagði ég nú bara af minni alkunnu hógværð: "ja, ég hugsa að maður gæti nú keypt í matinn í meira en viku fyrir þessa upphæð". "Já, kanski ef maður er rosalega útsjónarsamur" sagði hún þá.
Stuttu seinna þakkaði ég henni fyrir góða þjónustu og kvaddi.
En það sem mér fannst spaugilegt við þetta, er að ég efast um að stór hluti þjóðarinnar hafi þessa upphæð úr að moða til matarkaupa á viku!
Eða er ég svona skrítin?
35.000 kr. á viku er ca.140.000 kr. á mánuði. Og það er nú ekki mikið meira sem ég er að fá útborgað á mánuði. Þá er eftir að borga þetta vanalega, húsaleigu, hita, rafmagn, síma og sfrv.
Hummm....greinilega eru launin betri í Rvk. En það er skemmtilegra að vera snöggur á milli staða í staðin ;)

Till next...adios

3 comments:

Sigga Lára said...

Já, ég held maður þurfi nú að éta slatta ef maður ætlar að borða fyrir 35.000 kall á viku... meira að segja í Reykjavík. Þessi kona hlýtur að eiga stærri fjölskyldu en ég.

Þráinn said...

Hva...þetta er ekki nema 5000 kall á dag!!! Eru það ekki cirka 2X16" pizzur með 2 áleggstegundum, gosi og frönskum?

Elísabet Katrín said...

Það er satt! Þessi kona á sem sagt STÓRA fjölskyldu....í tonnum talið ;) Pizza á hverjum degi...jummí ;)