Friday, August 24, 2007

Hamrar

Jæja, nú er ég sko opinberlega orðin háskólanemi, og farin að haga mér sem slíkur.
Var með þennan fína kennara í dag, hana Friðbjörgu, og hún kenndi mér að "fara á flóa" sem þýðir að kaupa sér "háskólaföt" á lítin pening á flóamarkaði hjálpræðahersins.
Ég held bara að ég hafi verið orðin upprennandi "flóa-kelling" í restina.:)
Svo að launum fyrir kennsluna, þá fór ég með hana á Glerártorg og kenndi henni að eyða peningum í vitleysu og sannfæra sjálfan sig um að þetta sé eitthvað sem er nauðsinlegt að eiga;)
Af því að ég er svo góð!
Svo var háskóladjamm á útivistasvæðinu að Hömrum frá 2-5 í dag, þar var farið í leiki og keppt í mörgum erfiðum þrautum. Og ég held að liðið mitt hafi verið laaaaaang síðast, en það var nú bara vegna þess að ég var með svo miklum kelllllingum í liði! Líka eina liðið sem hafði engan karlmann innanborðs, samt var skipt í lið! Story of my life :)
Jæja, nú er Nonni bró að fara að ganga í það heilaga á morgun, ég vona bara að hann sé jafn rólegur og ég...er að reyna að koma mér af stað að ná í buxur sem var verið að stytta fyrir mig. 'Svo vona ég bara að föt strákanna séu sæmilega hrein og einhversstaðar þar sem ég finn þau. En ég hef nógan tíma til að vesenast í því.
Ætla að trimma eftir buxunum núna, fá mér einn Kalda og fara að sofa ;) geri svo allt sem ég hef ekki nennt að gera í dag, á morgun ;)

Till next...adios

2 comments:

Hanna Stef said...

Blessuð. Þú ert greinilega orðin að ekta háskólanema:-)Ég lendi alltaf í bölv.. vandræðum þegar ég ætla að skrifa á bloggið þitt. Alltaf það sama með vitlaust leyniorð en ég fer bara einhverjar krókaleiðir. Alltaf getur maður bjargað sér:-)Er ég sú eina sem lendi í þessu? Ég vona að allt hafi gengið vel í brúðkaupinu og veðrið hafi verið hið besta. Sjáumst bráðlega. Verður líklega klúbbur bráðlega - fékk áminningu frá Steinu!! Kv. Hanna

Anonymous said...

Hæ hæ og innilega til hamingju með Nonna bró, vona að þú hafir munað að kyssa hann frá mér :x beint á kinnina of course.

Ég er líka komin með annað blogg.
www.myspace.com/diabrys
Ef þú vilt kíkja..