Tuesday, August 12, 2008

VW Passat

Ég hélt upp á sigur Íslendinga á Þjóðverjum í dag með því að kaupa mér Þýskan bíl ;) hehe....
Eftir langt og erfitt ferli var loksins tekin þessi stóra ákvörðun og þrátt fyrir minn ógurlega vilja til að kaupa mér Toyotu þá varð það ekki raunin að sinni :)
Nú bara vona ég hið besta...er að bíða eftir að fá bílinn afhentan, en það er sum sé verið að skipta um tímareim í honum. Svo verður brunað af stað til Reykjavíkur eldsnemma í fyrramálið!
Annars er allt gott að frétta af mér og mínum...liggjum í leti og slæpumst af öllum mætti fram að skóla ;) tók reyndar og henti helling út úr herberginu hans Kristjáns í gærkveld, svo nú er hægt að ganga um gólfið án verulegra farartálma.

Held ég láti þetta bara duga í bili...er dálítið þreytt eftir bílabisness dagsins ;)

Till next...adios

2 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með nýja bílinn;)
Þú veist að það er algjört möst að setja inn myndir af bílnum svo að ég geti dáðst að honum;) Svo auðvitað líka svo að ég þekki þig í umferðinni ;) Kveðja úr gilinu;)

Anonymous said...

Til hamingju með bílinn vinkona. Ég sé hann þegar þú kemur heim aftur. Þú veist að ég verð að taka hann út eins og alla þína fyrrverandi hehe.