Að tína tína ber...
Mér tókst að draga strákana með í berjamó í dag...held að þeim hafi ekki leiðst það neitt sérstaklega þegar til tók. Annars var svolítið sniðugt hversu ólíkir þeir bræður voru í tínslunni. Mikael tínir ber eins og herforingi...bara moka moka og ekki svo nauið þótt það slæðist með dálítið mikið af óþarfa greinum og stráum. Kristján aftur á móti fór mjög varlega í þetta, grandskoðaði hvert einasta ber og gerði þetta af mikilli nákvæmni...þurfti ekki mikið að hreinsa hans ber, en Mikael var ólíkt afkastameiri ;)
Svo voru köngulóavefir líka að þvælast eitthvað fyrir Kristjáni, en hann gat ómögulega tínt ber þar sem þeir voru...er jafn illa við vefinn eins og köngulærnar ;)
Það hvarflar stundum að mér að þeir geti bara ekki verið aldir upp á sama staðnum og af sömu manneskjunni...hummm...en það bjargar því að þeir eru báðir sætir og góðir eins og ég ;)
Fór í bókaleiðangur í Eymundsson í dag, tók með nokkrar gamlar bækur síðan í fyrra á skiptibókamarkaðinn, ekki vildu þeir nú taka nema 3 af þeim...alltaf verið að skipta um bækur...en mér tókst að skila 3 og kaupa 3 :) annars var svo brjálað að gera að ég þurfti að bíða í biðröð í hálftíma í skiptibókunum...til að skila sum sé!
Nú er ég bara að bíða eftir að skólinn hjá strákunum setji inn innkaupalista fyrir 10.bekk svo ég geti keypt skóladótið fyrir strákana, nenni ekki margar ferðir í bókabúð...
Till next...adios
Wednesday, August 20, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Kvitti kvitt;) Sá nýja bílinn þinn fyrir utan Hólmasól í vikunni. Ekkert smá flottur kaggi. Til hamingju;)
Post a Comment