Friday, August 08, 2008

Keila

Ég var orðin passlega þreytt á bílaprufunum á miðvikudaginn þegar ég skellti mér í keilu með ættingjum og vinum...það er skemmst frá því að segja að það var rosa gaman og ég varð í þriðja sæti á eftir Sverri bró og Nonna bró...(greinilega svakalegir keiluhæfileikar í ættinni) reyndar tókum við svo annan leik í fljótheitum, en þar gekk mér ekki eins vel.
Síðan rauk ég heim og náði í krakkaskarann sem þar beið og brunaði í bíó...því það átti að storma á WALL-E...en ekki vildi betur til en það að þá var hætt að sýna hana kl.20:00 og var verið að sýna Mummy sem mér fanst ekki hæfa þeim börnum yngri en 12 ára sem voru með í för...svo ég fer aftur heim með barnaskarann...en restin af keiluliðinu skellti sér á Mummy.

Svo í gær, svona í sárabætur fyrir bíó missi dagsins á undan, þá skellti ég mér með krakkaskarann í keilu og svo í bíó á WALL-E kl. 18:00
Mér gekk rosa vel í keilu með krökkunum, fékk 135 stig og náði 4 fellum ;) reyndar voru mínir strákar svo metnaðargjarnir (eða eitthvað) að þeir voru þrusu fúlir yfir því að ná ekki fellu...samt í fyrsta skipti sem Mikael fer í keilu og annað skiptið sem Kristján fer...

Ég nennti ómögulega að halda áfram í bílaskoðunum í gær...og held ég nenni því ekki heldur í dag, finnst þetta með eindæmum leiðinlegt og skil ekki hvernig fólk nennir að skipta um bíla oftar en á 10 ára fresti! Væri fínt ef einhver kæmi bara með bíl handa mér og ég þyrfti ekki að hafa fyrir neinu...enda hef ég svo sem takmarkað vit á bílum svona over hoved ;)

Jæja, stefnan er tekin á sundlaug bæjarins...best að nota þetta góðviðri sem virðist ætla að ráða ríkjum eitthvað lengur, og er það vel :) verst að maður nennir ekki að gera neitt inni hjá sér þegar það er svona gott veður...;)

Till next...adios

2 comments:

Anonymous said...

Oj já bílaviðskipti er alveg það leiðinlegasta sem til er!!! Það er kannski bara best að labba bara eins og mamma2;)

Anonymous said...

Og nú ætlar mamma2 að labba mikið í Kaupmannahöfn! Eló við verðum í bandi því við eigum eftir að finna einhverja gjöf. Verður það ekki við 2 og Gústa? Kannski sé ég eitthvað í Köben. Vi ses.