Til hamingju með daginn verslunarmenn :)
Ég ætla nú samt að freista þess að finna opna búð í dag og athuga hvort ég geti ekki keypt mér mjólk, gos og snakk ;) planið er nefnilega að liggja í ógurlegri leti í dag...og það byrjaði amk vel með því að við sváfum öll fram að hádegi ;/
Ég held að verslunarmannahelgin hafi bara farið vel fram hér í bæ, allir voru voða rólegir og góð stemming á tónleikunum á íþróttavellinum í gær. Svo var flottasta flugsýning frá upphafi segja sumir...flott var hún...eins og milljón stjarna steyptist yfir oss í öllum regnbogans litum ;)
Ég gleymdi alveg að tjá mig um Batman myndina The Dark Knight sem ég sá um daginn...en ég verð að segja það að hún er þvílík snilld að vart hefur annað eins sést!!! Mæli eindregið með henni...stórmynd með stórleikurum sem sýna stórleik :)
Jæja, ætla að reyna að kroppa af mér maskara gærkveldsins...og tölta eftir snakki ;)
Till next...adios
Monday, August 04, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Eru ekki allir í fríi nema verslunarmenn? Mér fannst helgin takast aldeilis frábærlega og mæli með því að Magga Blöndal sjái bara um þetta hér eftir! Tók reyndar ekki mikinn þátt og fór t.d. ekki í "eitís" galla. Henti því öllu á sínum tíma sem betur fer! Það var alveg hroðalegur fatnaður!!Flugeldasýningin er bara sú flottasta sem ég hef séð:-)Kv. frá über-kommentaranum (já ég veit þetta er ekkert orð!!)
Post a Comment