Wednesday, August 20, 2008

Áfram Ísland :)

Ég reif mig náttúrulega upp eldsnemma í morgun og studdi rækilega við bakið á strákunum okkar í Íslenska handboltalandsliðinu ;) Hefur eflaust verið spaugileg sjón að sjá mig aleina hálfsofandi fyrir framan sjónvarpið að öskra "JESS" og "ÁFRAM SVONA" út í morgunsárið.
Áfram Ísland...og taka svo bara restina ;)
Var annars búin að spá Ísl. 4. sæti...en eitt af þremur efstu væri nú snilld :)

Komum við hjá Goðafossi um daginn...Mikael er svolítið berjablár þarna ;)

Þú átt að vernda og verja,
þótt virðist það ekki fært,
allt, sem er hug þínum heilagt
og hjarta þínu kært.

Fann þetta í krotað á bréfsnifsi þegar ég var að laga til, veit ekki hver höfundur er, en held að ég hafi fengið þetta sent í sms einhvertíman fyrir margt löngu...krúttlegt :)

Þetta er næstum eins krúttlegt:

Þetta er lítið og lélegt bú
og langt á milli bæja
drukkinn bóndi og digur frú

drullug börn o jæja.


Veit heldur ekki eftir hvern þetta er...fann þetta í sama draslinu og hitt...hehe, nú get ég hennt þessu drasli ;)

Það er sól og blíða...er að spá í að draga strákana með í berjamó...með góðu eða illu ;)

Till next...adios

No comments: