Wednesday, August 27, 2008

Fastar skorður

Nú eru strákarnir líka byrjaðir í sínum skóla, svo allt er að færast í fastar skorður, sem veitir hreint ekki af eftir stanslausar slæpur sumarsins...

Kristján byrjaði reyndar skólaárið (það tíunda!!!) á því að fara út í Hrísey með bekknum sínum, þau fóru frá skólanum í morgun og koma ekki aftur fyrr en á morgun. Svo hann þurfti nesti og viðlegubúnað fyrsta skóladaginn sinn...fannst reyndar með ólíkindum hvað drengurinn vildi taka með sér mikið nesti, hann er nú vanur að borða lítið sem ekkert, en tók núna með sér nesti sem ég gæti trúað að dygði honum í viku! Hann verður sennilega orðinn stór og sterkur þegar hann kemur heim á morgun ;)

Aftur á móti byrjaði Mikael sinn skóladag þetta haustið, á því að reyna að smygla leikjatölvunni sinni í skólann...sem tókst nærri því, bara fyrir einhvera tóma tilviljun ákvað ég að taka litina hans upp úr töskunni og sá þá blessaða tölvuna...hélt honum smá fyrirlestur en held að honum hafi verið nokk sama...bara svekktur yfir því að planið hafi klikkað hjá sér!
Hef það einhvernvegin á tilfinningunni að hann verði ekki lengi að koma sér í einhver vandræði í skólanum...einnig skyldi hann ekkert í því hvað væri verið að senda svona litla stubba í skólann, eins og fyrstu bekkinga! Þetta væri nú óttaleg smábörn sem hefðu lítið þangað að gera...minn svolítið fljótur að gleyma að hann var í þessum sömu sporum fyrir réttu ári síðan!


Þreyttir bræður ;) það er ekki alltaf svona rólegt í stofunni hjá mér ;)

Till next...adios

No comments: