Tuesday, August 05, 2008

Tívolíraunir

Ég þóttist vera voða góð í dag að fara með hann Mikael í Tívolí (ef tívólí skyldi kalla). Þetta skrapatól er staðsett á bílaplaninu við Glerártort og saman stendur af einu manndrápstæki, einu sæmó tæki og svo einhverjum uppblásnum hoppiköstulum! Ég fór í manndrápstækið með Mikael og í stuttu máli þá hélt ég að ég slyppi ekki lifandi úr þessu á tímabili....og ligg núna vælandi í sófanum með frosið rúgbrauð á lærinu! Þetta tæki snérist mjög-hræðilega hratt í hringi...óteljandi hringi...og ég þrýstist út í einhverja járnstöng með lærið svo stór sér á mér....er stokkbólgin og marin!
Svo er þetta rándýrt...þessi klukkutími í tívolí kostaði mig 5.000 kr. sem hefði kanski verið í lagi ef það hefði verið eitthvað gaman! Lélegasta þjónusta ever....og þeir sem voru að vinna þarna töluðu í besta falli lélega ensku en annars bara eitthvað babl!
Gæti ekki mælt með þessu þótt ég vildi...

Fór annars á bílasölu í dag og er með augastað á einum bíl...Toyota...ætla að sofa á þessu til morguns :)

Annars er gott veður og ég í góðu skapi...þótt ég væri í enn betra skapi ef lærið á mér væri ekki í steik...talandi um steik...er farin að elda kvöldmat, Kristján var að koma úr bíó...var að sjá The Dark Knight í annað skiptið ;)

Till next...adios

No comments: