Monday, August 25, 2008

Skólinn byrjaður

Þá er alvara lífsins tekin við á ný eftir slæpur sumarsins og skólinn byrjaður ;)
Það er annars gaman að vera byrjaður aftur, gaman að sjá hvað allir koma yndislega óbreyttir undan sumri, enda gott mál að halda svona frábæru fólki eins og það er :)
Ég er líka í einhverjum bjartsýnisgír eftir sumarfríið og er að spá í að taka 18 einingar nú á haustönn...bara svo margt sem mig langar að taka og erfitt að velja...og þá velur maður bara allt :)
En þetta kemur allt í ljós, ef þetta verður of mikið, þá segi ég mig bara úr einum áfanga. Svo held ég að það geti alltaf komið sér vel að eiga auka einingar í handraðanum ;)

Jæja, er að hugsa um að kíkja í bók...spurning hvort það verður skólabók eða reyni að klára "Skuggi vindsins" eftir Carlos Ruiz Zafón, á ekki eftir nema rétt um 500 bls. og hreinlega veit ekki hvort ég hef tíma fyrir hana þegar skólinn verður byrjaður á fullu ;)

Till next...adios

1 comment:

Anonymous said...

Já það er alltaf gaman þegar að skólinn byrjar;) Allir svo glaðir og ferskir.
En annars finnst mér UO eigi að vera unga ofurgellan. Flottut kaggi;)