Ég hnýtti á mig skokk skóna "eldsnemma" í morgun í sól og blíðu og hljóp af stað...en svo fór að halla undan fæti, eða eins og er sagt um íþróttamennina: "það tóku sig upp gömul meiðsl" ég fékk í hnéið og er búin að haltra um eins og gömul hæna í allan dag!
Spurning um að leggja bara hlaupaskóna á hilluna og reyna bara að fara í ræktina í vetur og styrkja þetta blessaða hné eitthvað...ekki dugar þetta svona kona!
Ég gleymdi annars að segja frá því um daginn, að á ferðalagi mínu til höfuðborgarinnar, sum sé bæði til og frá Rvk. þá varð ég vitni af þvílíkum glanna-rugl-akstri að ég bara á ekki til orð. Það eru greinilega margir hálfvitar á ferð um vegi landsins, fólk tekur framúr við fáránlegar aðstæður bara til að koma 1 min fyrr á áfangastað...ég hugsa að það sé frekar einskær heppni en hitt að ekki skuli vera fleiri slys á þjóðvegum landsins, og þá sérstaklega þessum spotta milli Rvk og Ak.
Voðalega væri nú gaman ef fólk æki bílum sínum gáfulega og eftir aðstæðum...og margir þurfa greinilega að rifja upp umferðarreglurnar, eins og að taka ekki framúr þegar það er óbrotin lína...það virðist svona smotterí hafa dottið út úr heila sumra!!!
Ökum varlega en snarlega ;)
Áfram Ísland
Till next...adios
Monday, August 18, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment