Sunday, September 21, 2008

Partýstúss og Skriðjöklar

Þar kom að því að ég færi í partý!
Gústa bauð gömlu og nýju eldhúsliði í partý í gær og þar var náttúrulega vel veitt til hægri og vinstri :)
Ég lét auðvitað ekki mitt eftir liggja í að eta, drekka og tala...mest tala samt!
Held að ég hafi ekki átt mikið eftir ósagt eftir partýið hjá Gústu, því ég talaði svo hryllilega mikið...hún verður sennilega að reyna að halda annað partý svo að hinar geti komist að líka ;) hehe...
Svo tókst mér að draga stuðboltana Evu og Svanhvíti með á hótel KEA þar sem Skriðjöklarnir voru að spila...það var fínt, dansaði smá og drakk smá, gekk svo heim og það gekk vel :)
Við vorum náttúrulega svo miklar prinsessur við gellurnar að við bara gengum inn á ballið þótt við værum miðalausar og allt...en við vorum bara svo glæsilegar ;) tíhí.
En ég entist nú ekki alveg allt ballið...veit ekki hvort ég var svona þreytt eftir að hafa hlaupið um "öll fjöll" fyrr um daginn...eða eftir að hafa talað frá mér allt vit í partýinu ;) en eitthvað var það!

Í dag er ég líka búin að vera þreytt og löt...og ætla að auka enn meira á leti mína með því að panta pizzu í kvöld :)

Mér reyndar tókst að láta Kristján taka mynd af mér fyrir málstofuverkefni í fyrramálið, en við áttum að taka myndir af okkur og reyna að ná til áhorfandans og vekja upp umræður og eitthvað blabla...best að henda inn myndinni...augnablikk...here it is :)
Fyrirmyndin er sum sé Frelsisstyttan ef einhverjir hafa ekki fattað það ;) en hugmyndin er að túlka togstreitu kvenna við að sinna heimilisstörfum, vera flottar og fínar og vera einnig hlaupandi upp um öll fjöll :)
Ég held á bókinni Örvænting eftir Stephan King í annari hendinni og pizzuskera í hinni ;) en það er svona kyndill nútímakvenna ;) hehe...

Leti er í lagi...stundum ;)

Till next...adios

No comments: