Monday, September 01, 2008

Sölukaup

Ætla að byrja á að óska sjálfri mér til hamingju með að hafa selt gamla grána (sum sé gamla bílinn, Renault 19 módel 1990) á 30 þús. kall, í dag :)
Þessi peningur dvaldi reyndar stutt við í veskinu, því ég fór nánast beint í BIKÓ og keypti baðvask og blöndunartæki fyrir sambærilega upphæð ;)
Kom einnig í fyrsta skipti inn í Europrice og það er búð sem kemur skemmtilega á óvart...þarna er bara hægt að kaupa allt milli himins og jarðar (ekki gæludýr samt) á ótrúlega óokruðu verði :) þarna náði ég sum sé að eyða meiri pening ;)...Ég kom nefnilega bara miklu í verk í dag, nema náttúrulega að lesa allt sem ég á að lesa fyrir morgundaginn...sem er alveg slatti ;/
Mikael er á sínu fyrsta sundnámskeiði, eða sinni fyrstu sundæfingu...byrjaður að æfa sund með Óðni, vona bara að það gangi vel og hann verði næsti Michael Phelps ;) Nafnið hlýtur amk að vera ágætis byrjun ;)
Jamm, jamm...þarf að fara og gera ofurinnkaup á Kristján, sundskýlu, leikfimisföt og skó...það er alltaf eitthvað...ótrúlegt hvað lappirnar á drengnum hafa stækkað í sumar!!! Allt skótau orðið of lítið...
Svo er leynifélagsfundur í kvöld....ekki lesa þetta...rosa leynilegt...usss..usss.....;)

Hafið það gott í haustblíðunni...já, það er komið haust...liggur í loftinu....en það þarf ekkert endilega að vera slæmt...göngur og réttir....sláturgerð og gæsamergð ;)

Till next...adios

1 comment:

Anonymous said...

Til hamingju með að vera laus við djásnið.