Tuesday, September 23, 2008

Amerískt...

Ég ákvað að sinna bandarísku genunum í Kristjáni í gær og fara með hann á Ameríska-daga í Hagkaupum! En hann var búin að biðja um það síðan fyrir helgi...svo heim var komið með sælgætis-epli, eplakanil-muffins og einhvern hræðilega vondan djús í risa flösku, ásamt öðru eðlilegu fæði ;) kjúllabitum og svoleiðis :) Það er nú aldeilis gott að gelgjan fái smá nasaþef af þessum hluta uppruna síns svona eins og einu sinni á ári ;)
Annars er hann orðinn svo hryllilega duglegur að vakna á morgnana, alveg sjálfur, að það hálfa væri nóg! Þegar hann loksins tekur sig til, þá líka vaknar hann fyrir allar aldir eða kl.06:10 og ég er sum sé vöknuð við hann ca. 06:11 en þá er hann að brasa við að fá sér morgunmat í eldhúsinu og það fer ekki hljóðlega fram. En auðvitað á maður ekki að kvarta...það sem áður tók mig u.þ.b. 45 min að koma honum á fætur, tekur hann sjálfan 1 min. :) Vona bara að hann haldi þessu áfram sem allra lengst :)

Ég náði þeim áfanga í gær að fara í 3 skiptið í ræktina, svo ef ég gefst upp núna þá hefur tíminn ekki kostað nema 15.000 kr. ;) hehe...nú verður maður bara duglegur og kemur út í plús :)
Annars held ég að það sé ekkert hætta á að ég nenni ekki í ræktina, mér finnst þetta nefnilega bara pínu gaman...svo er svo mikið af spaugilegu fólki þarna. Í gær var t.d einn sem sennilega var kraftlyftinga stússari, því hann var með sæmilega bumbu og svaka grifflur og labbaði framhjá tækjunum reglulega (var sennilega inn í horni þar sem eru bara lóð og jötna dót). Mér fannst aðallega fyndið hvað hann var alltaf að rölta þetta fram og til baka...held að hann hafi kanski bara pínu verið að sýna sig með flottu grifflurnar sínar ;)
Svo var þarna líka einhver ofurkrafta kona...var búin að sjá hana hamast inn í jötnahorninu í lóðum, svo kom hún og stökk í eitt tæki rétt hjá mér og dróg að sér einhverja stöng nokkrum sinnum af miklum móð. Ég auðvitað ætlaði líka að prufa sama tæki og settist og reif í stöngina...en hefði nú sennilega fyrr rifið vöðva en að rífa upp þessi lóð sem héngu á stönginni!!! Var ekki pinninn í einum 60 kg. Þegar ég var búin að setja pinnann í 40 þá rétt drullaði ég stönginni að mér...en ekki meira en svo ;)
Ég held samt að ég vilji ekkert verða svona ofurkrafta kelling...fínt að geta opnað krukkur nokkurnvegin hjálparlaust...bið varla um meir ;)

Jæja, þarf að fara að drífa mig í skólann...svo í sláturgerð...bissý Krissý :)

Till next...adios

2 comments:

Sigga Lára said...

Þetta er greinilega að ganga. Unglingurinn á þessu heimili er farinn að stökkva á fætur fyrir allar aldir, alveg að sjálfsdáðum! (Reyndar hafði hann ágætis hvata þar sem það voru forsendurnar fyrir því að hann fengi að vaka lengur en til hálftíu á kvöldin. Nasismi í uppeldi að borga sig. ;-)

Anonymous said...

Það eru til tæki sem hjálpa manni að opna krukkur svo þú þarft ekki einu sinni að þjálfa það.:-) Var einu sinni að æfa í vaxtaræktinni og þar voru ansi margir eins og þessi gaur, labbandi fram og til baka bara til að sýna sig. kV.