Monday, September 29, 2008

Hann á afmæli í dag :)

Hann Kristján Esra minn á afmæli í dag og er (eða verður kl.17:19) orðinn 15 ára :) Þetta er náttúrulega alveg ótrúlegt...og ég sem bara yngist með hverju árinu sem líður ;) hehe...Hér er hann við uppáhalds iðju sína...þessi mynd er nú sennilega tekin í sumar, og hann hefur alveg stækkað helling síðan ;)

Það er allt að gerast í banka/peninga/stjórnmálum landsins núna, virðist vera...allir á fundum og feykilegt fjör. Ég segi nú bara eins og þeir sögðu í spaugstofunni á laugardaginn...hvar eru allir peningarnir sem bankarnir eru búnir að græða síðustu ár??? Nú geta þessir háu herrar sagt að þeir voni að fólk hafi verið "svo fyrirhyggjusamt" að leggja fyrir pening þegar "allir áttu nóg af honum" ...en áttu bankarnir ekki að vera svo gáfulegir? Nei, þeir máttu náttúrulega bara setja allan sinn gróða í að kaupa hluta í félögum og fyrirtækjum sem eru löngu farin á hausinn...og núna eiga bankarnir bara engann pening til að lána Jóni eða séra Jóni!!! Sniðugt á Íslandi ;)
Ég las snilldar pistill eftir Illuga Jökulsson í Fréttablaðinu um helgina, þar sem hann var að benda Dabba dúdda á að hætta bara sem seðlabankastjóri, mikið var ég svakalega sammála Illuga, eins og ég er reyndar oft. Ætti að gera þennann mann að forsætisráðherra ;)hehe...
Well, hætt að bulla og farin í skólann...
Njótið dagsins í dag og bara sem allara flestra daga :)

Till next...adios

4 comments:

Anonymous said...

heldur uppá Illuga Jökulsson og ertu svo hissa þú haldist ekkert á köllum hahaha.en okey sumt er hægt að horfa framhjá haha.hvað með msn ertu ekkert þar inni

Anonymous said...

Til hamingju með drenginn skvísa. En þú veist að þó að hann eldist þá munt þú aldrei verða eldri en þrítug;) Kv.

Sigga Lára said...

Til hamingju með strákinn.

Já, svo keyptu allir hver í öðrum svo ímynduðu peningarnir fóru bara hring eftir hring og nú fara allir á hausinn eins og dómínórallí.
Svona er þetta...

Anonymous said...

Til hamingju með gaurinn.
Verðum í bandi..