Monday, September 15, 2008

Ræktin

Í dag fór ég í líkamsrækt.
Það er flóknara heldur en að fólk heldur.
Ekki sjálf athöfnin, heldur að undirbúa sig undir það að fara í ræktina.
Ég byrjaði á því að reyna að finna mér föt til að fara í.
Íþróttabuxur: Ekki gat ég farið í hlaupabuxunum mínum, því þær eru ansi þröngar, en þegar maður er á hlaupum er það í lagi, en ekki þegar maður er í nágvígi við annað saklaust fólk! Það endaði með því að ég rændi íþróttabuxum af Kristjáni, svörtum og víðum Nike :)
Bolur: Þar versnaði í því. Ég á bara gamla ljóta slitna boli. Ekki gekk nú að fara í "Reykjavíkurmaraþon" bolnum mínum,(frá í fyrra) þá hefði ég eflaust virkað of "pró" sem gekk náttúrulega ekki í fyrsta tíma...maður má ekki gefa saklausu fólki ranga mynd af sér. Ekki gekk að fara í kvennahlaupsbolnum fjólubláa, það var bara eitthvað svo of kellingalegt! Sorrý, get bara ekkert að því gert, þetta eru flottir bolir, en ekki í fyrsta tíma í ræktinni. Að endingu rændi ég hvítum bol af Kristjáni- Addidas :)
Skór: Ég á náttúrlega þessa forlátu góðu hlaupaskó, en þar sem þeir eru úti-hlaupnir og skítugir, þá gekk það ekki...fann eldgamla skó (sem ég notaði þegar ég fór í ræktina með Gústu fyrir ca.10 árum, og entist í ca. 10 tíma ;) dustaði rykið af þeim og reyndi að ná af þeim mesta kattarhárinu og þá var ég bara nokkuð klár. Þessi ferill tók samt u.þ.b. 20 min.
Held að það hafi verið einfaldasti hluti ræktarinnar að kaupa blessaða kortið og eyða þar með langt um efni fram...en maður verður nú að reyna að fíla kreppuna ;)
Svo fór ég í ræktina sem tók mig um 45 min. Ákvað að vera nú ekkert að ofgera mér og mínum strengjum :)
Svo þarf náttúrulega að þvo öll þessi föt fyrir næsta tíma...þetta tekur allt sinn tíma ;)
Þetta er ég, voða hissa á hvað ég var dugleg í ræktinni ;)

Ræktum sjálf okkur :)

Till next...adios

1 comment:

Anonymous said...

Fallega gert af þér að virka ekki of "pró" í fyrsta ræktartímanum;-) Verður þú ekki komin með 6-pack næsta laugardagskvöld? Mátt skilja þetta eins og þú vilt!! Sjáumst hjá Gústu. Fjörið hefst um átta, eða 20.04 nákvæmlega:-)