Friday, September 19, 2008

Fool for Love

Ég fór í leikhús í gær og sá "Fool for Love" sem var fín sýning sem hafði þó einn stóran galla.
Sá galli er KK, sá kappi er aldeilis ljómandi góður söngvari og lagasmiður, en leikari er hann ekki og hefur ekki meiri hæfileika á því sviði en fuglahræða í roki. Það vakti furðu mína að þessi ágætu lög hefðu ekki bara verið leikin af bandi (þetta litla sem hann spilaði "læv" þar að segja) og fenginn "alvöru" leikari í hlutverkið. Ég sá alveg fyrir mér Þráinn Karlsson eða Árna Tryggvason...hefði verið snilld að sjá þetta hlutverk amk leikið af manni sem getur leikið. Hannes Örn Blandon hefði líka rúllað þessu upp, og hann kann líka á gítar ;) hehe....Jæja, best að blammera ekki KK í spað. Hinir 3 leikararnir sem ég man ekkert hvað heita (gleymdi alveg að kaupa mér leikskrá) voru fínir, samt hafði maður á tilfinningunni stundum að þeir væru búnir að leika þetta svo oft, og kynnu rulluna sína svo vel, að stundum var full mikil værukærð yfir þeim. Hefði viljað halda spennunni allan tímann, það var eins og þau dyttu út stundum. En þetta var alveg fínt, ekki eins gott og "Killer Joe" en ég sé alls ekkert eftir því að hafa farið í leikhúsið...alltaf gaman í leikhúsi :)

Annars er lítið að frétta, ég fór í sveitina á miðvikud. að hjálpa til við smölun og frádrátt sláturlamba. Á eftir að bera þess merki enn um stund, þar sem lærin á mér eru þakin marblettum, meira stórum en smáum. Ætlaði í ræktina í gær, en ákvað að láta það bíða aðeins meðan mesta marið væri að jafna sig...kanski reyni ég að ýta sjálfri mér af stað í dag ;)

Jæja, ætli ég reyni ekki að lesa eitthvað...geysp...stefnir í brjálaða djamm helgi um helgina, Pub-Quis í kvöld (ef ég hundskast af stað) og brjálað partý annaðkvöld...

Góða helgi gott fólk :)

Till next...adios

No comments: