Wednesday, September 17, 2008

Að hella úr skálum...

Ég er algerlega búin að ákveða að fara aftur í ræktina á morgun...ætlaði í dag, en þar sem ég fer í sveitina seinnipartinn að reka inn og draga úr sláturlömb, þá verð ég náttúrulega að hvíla mig svolítið mikið í dag! ;)
Ég fór á fund í gærkveldi hjá sundfélaginu Óðni, þar sem Mikael er byrjaður að æfa sund, þá verður maður nú að reyna að sýna áhuga og stuðning....Það er skemst frá því að segja að fundurinn var hrútleiðinlegur (með fullri virðingu fyrir hrútum) og var mér að engu gagni. Það var aðallega verið að tala um þau börn sem eru farin að keppa og dúdderí varðandi það. Geysp, hvað ég var fegin þegar þessi fundur var búinn...það vakti reyndar furðu mína hversu fáir foreldrar voru þarna, miðað við að þetta er víst svo vinsælt að það eru langir biðlistar af krökkum sem langar í sund!
Svo var annar fundur í morgun, kynningarfundur fyrir 2.og 3. bekk í Brekkuskóla. Eitthvað var það nú svipað gaman...engar nýjar fréttir, en svo sem allt í góðu að kíkja í skólann og svoleiðis. Mæting foreldra var ekkert til að hrópa húrra fyrir heldur, eða u.þ.b. helmingur.
Svo á víst að fara að skylda mann til að koma í skólann og vera inn í bekk eða í frímínútum í 2 klst. á önn...(eða vetri, man það ekki). Mér finst þar reyndar frekar kjánalegt, finst í góðu lagi að kíkka við, en að vera píndur í það...hummmm...ekki þarf kennarinn hans Mikaels að koma í vinnuna til mín ;) hehe...nú geri ég alla kennara ættarinnar brjálaða ;)

Vaknaði við voða mikið rok í nótt...fór fram og þar sem stofuglugginn, sem snýr í suður, var opinn upp á gátt þá voru öll laufblöð og sandur bæjarins komin inn í stofu til mín...ekkert spes gaman, reyni kanski að ryksuga þegar ég nenni ;)

Jæja, ætli ég dembi mér ekki í verkefni sem ég er búin að humma fram af mér í allan morgun...hafið það gott....rok(-k) og ról :)

Till next...adios

No comments: