Wednesday, September 10, 2008

Jón Gunnar krútt :)

Ákvað að skella hér inn bréfi, sem fer í sveitapóst Eyjafjarðarsveitar nk.laugardag, en það er varðandi hann Jón Gunnar sæta frænda :) Þar sem ég held að margir sem kíkja hér inn á bloggið (þótt ég hafi ekki hugmynd um fjölda þeirra) kannist við kauða og vilja gjarnan leggja sitt af mörkum til að hjálpa honum. En hér er bréfið:

Veitum Jóni Gunnari lið !!
Eins og flestir vita þá varð Jón Gunnar Benjamínsson á Ytri Tjörnum fyrir alvarlegu slysi fyrir tæpu ári og er eftir það bundinn við hjólastól. Jón Gunnar hefur sýnt ótrúlegan dugnað við að koma sér út í lífið á nýjan leik en betur má ef duga skal. Hann er nú að fara í kostnaðarsama endurhæfingu til Frakklands þar sem vonir eru bundnar við að ný meðferð geti hjálpað honum til að ná frekari bata.

Jón Gunnar hefur um árabil verið gleðigjafi í lífi okkar sem búum í þessu sveitarfélagi og aldrei horft í tíma eða fyrirhöfn þegar þurft hefur að taka til hendinni. Nú höfum við tækifæri til þess að greiða örlítið inn á þessa skuld. Ef við tökum okkur saman og leggjum hvert og eitt örlítið af mörkum getum við létt undir með honum í baráttunni sem er framundan.

Hært er að leggja inn á reikning sem hefur verið stofnaður í hans nafni í Landsbankanum, rekningsnúmer: 0162-05-270209, kennitala 270375-3679. Við hvetjum ykkur til þess að koma þessu einnig á framfæri við þá sem ekki fá sveitapóstinn okkar og þið vitið að vildu leggja málefninu lið. Ef fólk vill hafa annan hátt á er hægt að hafa samband í síma 463 1236 eða 868 7121 og við nálgumst framlagið til ykkar.

Vinir og velunnarar Jóns Gunnars


Með fyrirfram þökk fyrir ykkar framlag :)

Till next...adios

No comments: