Friday, September 05, 2008

Lesleti

Er búin að vera löt hér inni undanfarið, enda svo sem ekki haft mikið að segja...og hef ekki enn ;)
Skólinn náttúrulega byrjaður á fullu og ég engan vegin komin í lestrar-lærdóms gírinn...vona að það fari nú samt að bresta á ;)

Aðafundur Freyvangsleikhússins var sl. miðvikudagskvöld, þar náði ég að koma mér út úr stjórninni og ætla nú bara að njóta þess að kvabba í nýrri stjórn...hehe...

Svo eru Illugastaðarréttir á sunnudaginn...svo hauststörfin eru að bresta á af fullum þunga ;)

Mikael er voða duglegur við að skilja eftir fötin sín og annað lauslegt í skólanum eða í sundi, svo ég fór í göngutúr með hann í dag og fann tvennar peysur ;) kom við í Vaxtarræktinni og spurði um verð á árskortum...þetta er amk fyrsta skrefið í að koma sér í ræktina...búin að vera á leiðinni þangaði í ...hummm....einhver ár ;)
Núna er bara að láta vaða...verð að gera eitthvað, ligg bara á meltunni og hreyfi mig ekki neitt...ekki get ég hlaupið fyrr en hnéið á mér "lagast" :) Svo nú á bara að taka á því!!!

Jæja, búin að ausa full mörgum loforðum núna út á alheimsnetið ;) læt þetta duga í bili...

Till next...adios

2 comments:

Anonymous said...

Gat ekki Nonni lagað á þér hnéð um leið og hann lagaði á þér eyrun? Ekkert svona "tveir fyrir einn" pakki hjá doktornum??? Það verður eflaust fínt að vera í vaxtaræktinni þegar hún opnar nýja staðinn. Kv. og gangi þér vel í réttunum

Elísabet Katrín said...

Nonni reyndar benti mér á að panta mér tíma hjá Guðna Arinbjarnar bæklunarlækni...svo er bara spurning hvenær ég kem því í verk...