Tuesday, September 09, 2008

Af handbolta og heimsendi

Mikael Hugi kom galvaskur heim úr skólanum í gær, dróg upp þetta fína plakat af Ísl.handboltalandsliðinu (áritað og alles) og tilkynnti mér það að hann ætlaði að æfa handbolta!!!
Ég tók nú ekkert alltof vel í það, þar sem drengurinn er nýbyrjaður að æfa sund og einhverra hluta vegna þá finnst mér bara alveg nóg að 7 ára börn æfi bara eitt í einu (bara einhver sérviska í mér...náttlega). En ekki vildi hann láta það stoppa sig, og sagði það ekkert mál að æfa 4 daga vikunnar, 2x sund og 2x handbolta...ég var svona næstum orðin fortöluð um þetta og á fremsta hlunni með að samþykkja allt saman, þegar ég rak augun í það að strákarnir í hans aldursflokki æfa mánudaga og fimmtudaga, eða nákvæmlega sömu dagana og sundið er...og næstum á sama tíma, eða handb.æfingunum lýkur á sömu mínútu og sundið byrjar. Þannig að ég slapp fyrir horn, og ekki verður minst á handbolta hér á þessu heimili í nokkra daga....svo vona ég bara að hann jafni sig á þessu :) Plakatið fína er samt komið upp á vegg, rækilega límt með límbandi...þarf sennilega bara að mála yfir það eftir einhver ár ;)

Kristján tilkynnti mér hinsvegar, þegar ég kom heim úr skólanum í dag, að heimsendir yrði á morgun! Ekkert voða gaman að koma heim og fá þær fréttir, ekki einu sinni komin úr útiskónum. Reyndar fór hann að lesa sér til um þetta á netinu (og er kanski enn að því) og sagði nokkru seinna að það væru 0% líkur á heimsendi á morgun, því að þetta "svarthol" eða eitthvað sem "kremur öll atóm" byrjar ekki að virka fyrr en 21.október eða svo...
Þetta var víst rætt fram og aftur í skólanum hans í dag...ekki gott að fylla gelgjuhugann heimsendahugsunum, nóg er nú að gerast þar samt ;)

Jæja, Mikael sofnaði í sófanum...(var samt ekki á neinum æfingum í dag) svo ég er að spá í að reyna að vekja hann og gefa honum og Kristjáni kvöldmat, hengja upp úr þvottavélinni og kanski lesa eitthvað í skólabókum...Verum nú góð við hvort annað :)

Till next...adios

1 comment:

Anonymous said...

Getur maður þá ekki eytt eins og vitleysingur í þeirri von að ekki þurfi að borga skuldirnar ef allt fer til fjandans í október? Kannski ég sleppi mér lausri í Prag og spreði á báða bóga. Hmmmmmm.......