Saturday, September 06, 2008

Sláturhús 5

Vaknaði í morgun við fyrsta hanagal...eða við síðasta þrastartíst! Þetta var alveg eldsnemma, löngu fyrir fyrstu mjaltir og allt. Stökk fram í eldhús, sá nokkra fiðurskúfa á flögir, grimma ketti dansa stríðsdans í kring um öskrandi þröstinn. Ég næ í sóp og sópa kattaróhræsunum í burtu, tek skelkaðan fuglinn og hendi honum út um eldhúsgluggann, hann virðist vera í lagi, þótt ekki flygi hann langt. Ákvað að geyma að ryksuga upp þetta smá fiður þar til dagrenning væri opinberlega viðurkennd, og skreið aftur upp í rúm.
Var vakin aftur miklu seinna af skelkuðum unglingi. Hann sagði að það væri allt út í fiðri og blóðslettum á ganginum og eldhúsinu. Þar sem unglingurinn er mjög dramatískur, þá hélt ég að hann væir bara að gera mikið úr þessum örfáu dúskum á eldhúsgólfinu. Reyndist ekki vera raunin. Kattarófétin höfðu farið aftur og náð sér í annan þröst, eða þann sama, (gleyndi að merkja þann sem ég henti út) slátrað honum á hrottafenginn hátt svo að fiður og blóðslettur voru út um allan gang og allt eldhús, hafa samt farið mun hljóðlegar í þetta skiptið. Svo lá næstum ónartaður fuglinn við matardallinn.
Unglingurinn ryksugaði, ég fór út með líkið og henti því í tunnuna (ekki endurvinnsluna samt) og unglingurinn þvoði líka upp blóðsletturnar. Ætla í tónabúðina og kaupa risa stjóra bjöllu og hengja um háls kattarins. Er líka að spá í að koma á laggirnar dún og fiðurhreinsun og reyna að græða eitthvað á þessu...

Till next...adios

2 comments:

Anonymous said...

Kettir geta verið skaðræðisskepnur, það þekki ég. Áttum einu sinni högna sem drap heilt kanínubú úr garði í næsta raðhúsi við okkur í Akurgerðinu. Hann raðaði svo líkunum snyrtilega í röð á þvottahúsgólfinu og náði í mömmu til að sýna henni hvað hann væri mikill veiðigarpur. Sá var montinn. Ég þorði hins vegar aldrei að segja aumingja krökkunum frá því að það hefði verið kötturinn okkar sem drap allar kanínurnar. Kv.

Anonymous said...

Já nú er bara að fara að safna í góðan dúnkodda og sæng;-)
Kv Eygló