Wednesday, September 24, 2008

How to Argue and Win Every Time...

Mig bráðvantar þessa bók: How to Argue and Win Every Time eftir G.Spence. Svona ef einhver lúrir á henni þá þætti mér vænt um að fá hana lánaða :)
Hún er sko ekki til á Amtinu og þetta eina eintak sem bókasafn HA hafði er í útláni og Lögberg lánar þessa bók ekki út!!!
Ekki það að ég ætli að sökkva mér niður í rökræður og hafa alltaf betur ;) heldur er meiningin að skrifa um hana ritgerð.
Annars er fullt að gera hjá mér í lærdóm...geysp...drakk mér til óbóta af kaffi í dag, þetta átti að vera svo fínt til að halda mér vakandi, en þá varð mér bara svo illt í maganum að ég þurfti að leggja mig seinnipartinn ;/
Svo er netið eitthvað að stríða mér...kemst ekki inn á msn og ekki inn á Facebook...svo ég sennilega bara neyðist til að lesa skólabók í kvöld ;)
Það var sláturgerð í sveitinni í gær...sennilega var sett nýtt hraðamet í sláturgerð...enda fagmenn á ferð ;) tókum ein 20 slátur á 2 tímum...er bara ekkert að ýkja núna...

Jæja, hef ekki meira að tjá mig um í bili...var jú reyndar á kynningarfundi hjá 8.-10. bekk í Brekkuskóla í morgun, svo var farið til umsjónakennara, ég lét plata mig í bekkjarráð...hugsaði greinilega ekki nógu skýrt á þessum tímapunkti...var sennilega í einhverju sykur sjokki eftir allt kökuátið...en 10.bekkur var að selja kaffi og kökur...og það er bara ekki hugsunarvænn morgunmatur ;) en ég humma þetta einhvernvegin fram af mér ;) hehe...

Till next...adios

No comments: