Monday, September 08, 2008

Réttar réttir

Dreif mig og strákana eldsnemma á fætur í gærmorgun og svo brunuðum við austur í Fnjóskadal, eftir morgunmat og eftirrekanir ógurlegar.
Dásamlegt veður, sól og blíða og fullt af kindum í Illugastaðarétt...sem allir aðrir áttu! Sjaldan eða aldrei höfum við (ok, Sverrir bró.) átt svona fátt fé á réttinni eða tvær fullorðnar og fjögur lömb ;) En þetta var nú samt bara gaman og næstu helgi verða svo göngur og meiri réttir...og hellings fleira fé til að draga ;)

Ég á við alvarlegt vandamála að stríða, veit ekki alveg hvernig ég á að höndla það. Ég þarf nefnilega að lesa heila djö...kássu af bókum, greinum og þh. fyrir skólann, sem væri kanski í lagi ef ég yrði ekki alltaf svo hryllilega þreytt þegar ég er að lesa...sem endar yfirleitt (næstum undantekningalaust) með því að ég sofna!
Jafnvel þótt ég sitji á hörðum stól með kaffibollann límdan á hendina...þá sofna ég samt!
...var ég ekki eitthvað að skrifa um þetta á síðasta skólaári líka...hummm!
Sé fram á að sofa mikið í vetur ;)

Jæja, ætla að halda áfram að lesa fyrir kynjafræði, reyna að byrja að lesa fyrir mannfræðina og elda mat í leiðinni...buzy buzy days :)

Till next...adios

1 comment:

Anonymous said...

Þú verður bara að vera dugleg að skipta um stað til að lesa, sófi, stóll, stofa, eldhús osfrv. Lestu ekki líka stundum í skólanum? Þessi trix reyndi ég að nota á sínum tíma. Var líka með borð í skólanum og sofnaði nú aldrei þar! Hilsen. Þetta heilræði var í boði fellibyljarins Hönnu