Monday, September 15, 2008

Strengir

Það er best að hætta að hneikslast á bloggleti annara og skrifa bara sjálfur ;)

Það bar svo við um þessar mundir, eða nánar tiltekið síðustu helgi, að smala átti saman öllu fé á fjalli...og var það gert, nema náttúrulega þær sem urðu eftir, þær urðu eftir.
Á föstud. skrapp ég í sveitina og smalaði Kaupangstúnið með Sverri bró og Friðriki Inga frænda, gekk það með ágætasta móti, ég þurfti amk ekki að hlaupa mikið, þótt Sverrir hafi þurft að hlaupa talsvert ;)
Á laugard. var svo fjallið smalað, frá Fiskilæk að Bíldsá og gekk það sæmó, frekar var féið tregt til túns að taka og vildi heiðar heimsækja enn um hríð...(alveg að farast úr skáldmæli og er að reyna að auka við málskrúð mitt...vona að fólk fyrrist ekki við;).
En fyrir rest komum við kindunum í hús og eftir smá matarhlé, þar sem einnig var horft á seinnihálfleik Man.United og LIVERPOOL, þar sem Liverpool vann náttúrulega ;) þá var farið að draga í sundur. Gekk það bara ljómandi.
En svo voru náttúrulega þeir sem fæst fé eiga en vilja stjórna mest, búnir að færa til smölun í Fnjóskadal, svo að ég og Sverrir stukkum þangað (eða fórum á pikkuppnum) til að draga í sundur þar. En svo skemmtilega vildi til að kindabílsbílsstjórinn gat komið þá um kvöldið og við náðum að troða öllu okkar fé (eða Sverris) á bílinn. Svo þótt við værum ekki að koma í sveitina fyrr en klukkan var farin að ganga ellefu, þá vorum við nú bara sæmilega ánægð yfir því að þetta væri búið :)
Svo ég bruna af stað í bæinn með Mikael Huga og Guðrúnu Mist innanborðs, en þá vill nú ekki betur til en svo að ég keyri á heimaganginn, hana Esmeröldu litlu :( Hringi alveg skelfingu lostin í Sverrir, sem kemur hlaupandi og bjargar geðheilsu minni...ég gat nú reyndar ekki mikið gert, þar sem lambið kom stökkvandi út úr háu grasi og nánast hljóp á bílinn...en samt leiðinlegt að kála lambinu sem ég hafði mikið fyrir að halda lífinu í í vor...en þessu verður víst ekki breytt.
Í gær var svo frekar rólegur dagur, ég skrapp í sveitina og náði í nokkrar kindur með Sverri, sem voru á Króksstöðum, en fór svo í bæinn og lagaði pínu til...og planaði heil óskup...nú verður herbergið hans Kristjáns tekið í frumeindir fljótlega :)

Reyndar vour merkilegustu fréttir helgarinnar þær, að ég KEYPTI MÉR KORT Í LÍKAMSRÆKT á föstudaginn !!! Er reyndar ekkert farin að nota það, þar sem ég er alveg að farast úr strengjum eftir átök við kindur, en það er best að drolla ekki lengur og drífa sig af stað :)

Till next...adios

No comments: