Saturday, October 04, 2008

Kreppan er öllum til góðs

Ég var í snilldar matarboði í gær, þar sem niðurstaða umræðna kvöldsins var sú að kreppan væri bara af hinu góða. Hún mindi að lokum leiða til þess að smá þjóðhreinsun verður af þessum sveppum sem þykjast sjórna og ráða öllu....og í næstu kosningum mun vonandi enginn kjósa sjálfstæðisflokkinn ;)

Ég fór í ræktina í fjórða skiptið á fimmtudainn...var svo hryllilega sniðug að fara fyrst á Bautann með bekknum, þar sem ég tróð í mig kjúklingaloku, frönskum og salati...í stuttu máli þá var ræktartíminn erfiður og ég bara fitnaði ef eitthvað var!
Eitthvað var greinilega búið að gera fyrir sturturnar á svæðinu, því síðast þegar ég fór þá rétt lak vatnið úr sturtunni, svo ég þurfti nánast að hlaupa á milli dropanna til að blotna. En í þetta skiptið var krafturinn svo mikill að það lá við að það væri ekkert skinn eftir á mér eftir sturtuna...varð að halda mér í svo ég þeyttist bara ekki oní niðurfallið!
Annars var þetta fínt :)

Mikael kom heim úr skólanum í gær án tösku, án úlpu, án húfu og án leikfimisfata...ótrúlegt að hann skuli ekki gleyma sjálfum sér í skólanum einhvern daginn....ég rak hann með harðri hendi af stað aftur í skólann og sagði honum að sækja það sem á vantaði. Plataði Kristján til að fara með honum...þeir komu svo með flest til baka nema úlpuna...svo ég vonast bara eftir góðu veðri á mándudaginn :)

Well...er á leiðinni í leikhús í kvöld að sjá Dauðasyndirnar...fun fun fun...

Till next...adios

No comments: