Friday, October 17, 2008

Gjaldþrot

Það hlaut að koma að því að ég færi sömu leið og bankarnir og yrði gjaldþrota...þó kanski eini munurinn að ég er ekki búin að eyða helling af peningum sem ég átti ekki...bara öllum sem ég átti, eða því sem næst ;) Nú sé ég bara til hvort ríkið geti ekki bara þjóðnýtt mig svona eins og bankana ;)
Annars kemur þetta væl mitt til af því að ég fór í dag og keypti nagladekk undir kaggann...púfff, ég held bara að þau hafi hækkað eitthvað í verði síðan síðast...það kostaði mig sum sé rúman 61.000 kr. að setja bílinn á vetrardekk...samt fékk ég 10% afslátt.
Svo þarf ég að kaupa sumardekk í vor, því kallarnir spurðu mig hvort ég ætlaði virkilega að hirða þessi dekk...enda voru hundgömul og slitin vetrardekk undir bílnum, svo ég bað þá bara að henda þessum druslum...hlýt að vera búin að safna fyrir sumardekkjum í vor ;)

Jæja, best að væla ekki meira í dag, heldur hafa bara gaman að þessu, ég er amk fær í flestan snjó ;)

Till next...adios

2 comments:

Sigga Lára said...
This comment has been removed by the author.
Sigga Lára said...

Never mænd. Ruglaði saman Elísabetum á feisbúkk, og ætlaði að vera fyndin... hjá rangri Elísabetu varð það bara... súrrealískt.
Fjallaði um Réttarhöldin eftir Kafka... Nottla ólíklegt fynd til að byrja með...