Friday, October 03, 2008

Fyndið :)

Rakst á þessar samræður, sem hafa átt sér stað fyrir nokkru, milli Winston Churchill og Lafði Astor, og finnst þetta fyndið :)

Lafði Astor: "Ef ég væri gift þér myndi ég setja eitur í kaffið þitt."

Winston Churchill: "Ef þú værir konan mín, þá myndi ég drekka það."

Lafði Astor: "Þú ert fullur"

Winston Churchill: "Já, frú. Ég er fullur. En á morgun verður runnið af mér en þú verður ennþá ljót."

He he...

Annars er ég að reyna að lesa, en það gengur nokkuð hægt, en samt örugglega...hehe. Ég fór á styrktartónleika Aflsins í Sjallanum í gærkveldi, það var rosa gaman. Skil ekkert í öllu þessu fólki sem mætti ekki...það var fullt af fínum hljómsveitum og til styrktar góðu málefni. Veit ekki hvort að Akureyringar eru svona menningarlausir...hummm!
Það var líka uppboð á tónleikunum, margt eigulegt boðið upp...ég missti mig aðeins í uppboðinu og keypti forláta eyrnatól...eða Professional Reference Earphones eins og það útleggst á engilsaxneskunni...Þau ku víst vera snilld, en mér gengur hálf illa að láta þetta hanga inn í eyrunum á mér...kanski er ég bara með svona lítil eyru ;/
Jæja, best að lesa meira, er að fara í miðannapróf á þriðjudaginn og á eftir að lesa heilan haug...svo er ég náttúrulega voða upptekin alla helgina, matarboð í kvöld og leikhús og partý annaðkvöld...buzy byzy...:)
Gleðilega helgi :)

Till next...adios

No comments: