Thursday, October 23, 2008

Í fyrsta skipti...

Fyrir rétt um ári síðan, var ég í fyrsta skipti með debetkortareikninginn minn réttu megin við núllið. Í fyrsta skipti síðan ég fór að hafa eigin stjórn á fjármálum mínum (samt ekki beint eigin stjórn, þar sem maður var í einhverju kallastússi) þá var ég ekki með yfirdráttarheimild í notkunn. Og oftar en ekki talsvert mikilli notkunn...Góðærið sem Dabbi kóngur predikaði svo oft um var svona álíka raunverulegt fyrir mér og keisarinn í Kína á 17. öld, vissi að þetta snerti einhverja en það var laaaaangt í burtu frá mínum veruleika.
Svo loksins...loksins....LOKSINS...þegar mér tekst að vera skuldlaus og jafnvel eiga smá afgang og leggja fyrir og sjá fram á bjarta framtíð peningalega séð...þá hrynur hagkerfi lanskins með stæl!
Og hver á að redda því??? Jú, hún litla ég og allir þeir ótal ótal mörgu sem eru í nákvæmlega sömu sporum og ég...og þá meina ég, fólk sem hefur lifað spart í ótal ár en rétt komið yfir erfiðasta hjallann...fólk sem hefur ekki hendst til útlanda oft á ári og ekið um á jeppum og hagað sér eins og þeir sem valdið hafa.
Er þetta réttlátt?
Ég bara spyr.
Sorry barlóminn núna, þarf að skrifa 2.kafla í ritgerð og taka eitt próf í dag...og kaupa kuldaskó á gelgjuna og þar sem mánuðurinn er alveg að verða búinn en samt ekki búinn þá verður maður ennþá fúlli útí ástandið...ekki það að ég hafi tapað pening, heldur er bara ca.helmingi dýrara að fara út í búð í dag en það var fyrir mánuði síðan...þannig að ég sé fram á að klára þessar krónur sem ég á bæði hratt og örugglega ;) þökk sé þessum ótrúlega hæfileikaríku stjórnmálamönnum okkar sem stýra landinu....væri ekki í lagi að svifta þá þessum stjórnunarréttindum sínum?


Farin að læra...

Till next...adoios

No comments: