Monday, October 06, 2008

úúúúú...efnahagsástand

Ég þorði ekki annað en að fara inn á einkabankann minn, rétt í þessu, til að athuga hvort "allir" peningarnir mínir væru ekki örugglega þarna ennþá ;) ...jú að megninu til voru þeir það, reyndar búið að draga af mér eitthvað þjónustugjald fyrir enga þjónustu!!!
En það er þá bara vonandi að þetta þjónustugjald stuðli að því að bankinn fari ekki á hausinn :)
Ég er alveg dottinn oní umræðurnar á alþingi og get enganvegin einbeitt mér að því að lesa undir prófið á morgun...svo ef mér gengur illa þá er það fokking ríkisstjórninni að kenna (já, ég er bara ein af þeim sem getur ekki tekið ábyrgð á mínum málum, það er ALLTAF einhverjum öðrum að kenna ef illa fer ;)
Annars ætla ég bara að bjóðast til að geyma pening fyrir fólk sem á of mikið af honum...tek aðeins smávægilega þóknun fyrir ;) áhugasamir vinsamlegast kommentið endilega á bloggið og ég hef samband ;)

Till next...adios

1 comment:

Anonymous said...

Eru peningarnir eitthvað öruggari hjá þér? Eyðir þú þeim ekki bara í vitleysu???;-) Ég er alveg salla róleg með mína peninga hjá Glitni! Ef allt fer til andsk. þá so be it!!!!!! Vertu nú dugleg að lesa fyrir prófið og gangi þér vel. Sjáumst hjá Steinu á miðvikud.