Monday, October 27, 2008

Músagildran

Maður var reyndar í hálfgerðri músagildru í gærmorgun, bíllinn á kafi í snjó og maður lét ýmislegt fara í sínar fínu pirrur, eins og fasta bíla sem voru fyrir manni og stelpur sem vissu ekki einu sinni hvort fasti bíllinn þeirra væri framhjóladrifinn eða ekki ;) en það er allt önnur saga sem verður ósögð látin hér ;)
Leikhús ferð var farin í LA, í alvöruleikhúsið, þá meina ég samkomuhúsið, en ekki rýmið sem er í Dynheimahúsinu og innifelur í sér slagsmál um sæti og þh. En þetta var sum sé ALVÖRU leikhúsferð...nema kanski það að leikararnir flestir, voru ungir og nokkuð óreyndir. Nú er ég alls ekki að lasta áhugaleikhús þegar ég segi að þessi ferð í LA minnti mikið á leikhúsferð í áhugaleikhús :)
Kanski sýnir það bara hversu áhugaleikfélög mörg hver (og þá auðvitað sérstaklega Freyvangsleikhúsið) standa framarlega í leiklistarheiminum. Kanski á þetta efir að slípast hjá þeim, en mér fanst þau mörg hver ekki sannfærandi í leik sínum. Og sýningin datt niður dauð á tímabili...og þá er ég ekki að tala um morð, heldur bara þegar ekkert er að gerast...sem er arfaslæmt þegar um morðgátu-leikrit eftir Agöthu Cristie er að ræða ;)
"Gamla" fólkið í sýningunni fær plús hjá mér, meira að segja Alli Bergdal sem ég er ekkert rosa skotin í ...var bara nokkuð góður.
Nú var ég víst búin að lofa honum Þránni Karlssyni að kjafta ekkert um söguþráð verksins, svo ég fer ekki meir út í það...nema það að í miðri sýningu mundi ég allt í einu hver morðinginn var ;) sá þetta í sjónvarpinu fyrir margt löngu...held ég...hafði amk rétt fyrir mér ;) enda svo svakaleg rannsóknarlögga í mér ;)
Mæli samt algerlega með því að allir farí leikhús...því það er gaman ;) held samt að það verði betra og skemmtilegra stykki á fjölum Freyvangs í vetur en þetta ;) Gaman að segja frá því að við vorum á tímabili að spá í Músagildruna í Freyvangsleikhúsinu og hefðum potttttþéttttt gert það betur en LA ;) ekkert mont...nei, bara veit það ;)

Jæja, hætt að bulla...ætla að elda kvöldmat og fara á kabbaæfingu í kvöld...og mæta ólesin í tíma á morgun...old news ;)

Till next...adios

1 comment:

Anonymous said...

Gæti ekki verið meira sammála þér með Músagildruna. Hún höktir vissulega sýningin (ungu leikararnir) og Alli Bergdal kom mér bara á óvart karlinn. Var búin að sjá út hver var morðinginn löngu áður en allt komst upp. Las nottla Agöthu í tætlur sem unglingur. Kv. og gangi ykkur vel með kabarettinn.