Wednesday, October 15, 2008

Annaðhvort

Annaðhvort er öllum sem lesa þetta blogg sama um efnahagskreppu Íslendinga, eða þá að það les bara enginn þetta blogg....ég hélt amk að ég fengi alveg svakaleg komment eftir síðustu færslu, en nei, nei....ekki orð ;(
En ekki dugir að gráta það, heldur halda bara ótrauður áfram og hella út skálum sínum, hvort sem þær eru fullar af reiði eða gleði ;)
Það er búið að vera svolítið mikið að gera undanfarið, próf, verkefni og svo á ég að skila fyrsta kafla af ritgerð sem ég er ekki byrjuð á....hummm, já á morgun ;) En ég slæ þessu bara upp í kæruleysi og ætla á fund í Freyvangi í kvöld ;)
Svo tók ég svo hrikaleg á því í ræktinni í dag að ég er að farast úr strengjum og all svakalega þreytt...svo ég bara dæli í mig súkkulaði og kaffi :) Annars hef ég ekki farið svo lengi í ræktina að það var alveg komin tími á svakaleg átök ;) verð að reyna að vera duglegri að fara...reyndar er þetta einungis tímaleysi að kenna en ekki því að ég sé löt...

Jæja, landi er sennilega ennþá í rúst efnahagslega séð...og fíflin sem komu okkur oní skítahauginn eru að semja fyrir okkar hönd um lán...verð að segja að ég hef verulegar áhyggjur af þessu. Ríkisstjórnin og Dabbi Odds eiga að skammast sín og segja af sér ekki seinna en í gær!!!
Annars verð ég bara að fara að gera eitthvað í málunum...
Við eigum að sjálfsögðu að ganga bara Norðmönnum á hönd og hreinsa fyrir þá olíu (þeir vilja jú fá olíuhreinisstöð á Vesfjörðum) og veiða fyrir þá fisk og þeir gefa okkur af olíugróða sínum í staðin ;) þeir eru jú frændur okkar :)

Jæja, ætla að tjilla í hálftíma áður en ég göslast fram í Freyvang...geysp...

Till next...adios

2 comments:

Anonymous said...

Anna Lilja hérna!
ég kíkji nú alltaf annars lagið á bloggið þitt! kommenta bara meira beint við þig en hérna!
hehehe...;)
sjáumst!

Anonymous said...

Það þarf nú bara annar helmingur ríkisstjórnarinnar að segja af sér. Samfylkingin er nýkomin inn, og þetta er ekki nýr vandi. Það ætti að tala við ríkisstjórnir síðustu ára.