Sunday, October 05, 2008

Dauðasyndirnar

Snilld - frábært - æðislegt...þetta er svona mín gagrýni í mjög stuttu máli á leikverkinu Dauðasyndirnar sem er verið að sýna hjá LA núna. Reyndar er þetta gestasýning frá Borgarleikhúsinu, en hún verður ekkert verri við það :)
Þetta var frábær uppsetning og svaðalega vel leikin...greinilegt að þarna var fagfólk á ferð sem var ekkert að gleyma sér í "of margar sýningar" komplexum, heldur nýttu sér út í ystu æsar hversu vel þau kunnu textann sinn og höfðu vakandi auga með öllu sem gerðist í kringum það!
Ætla ekki að segja of mikið til að skemma ekki fyrir þeim sem eiga eftir að sjá þessa sýningu. Ég mæli amk algerlega með henni :)

Jæja, verð víst að fara að læra, er búin að vera í sveitinni í allan dag...mest að borða og horfa á Liverpool vinna Man.C....jiiiiiiha :)
Svo var maður náttlega að segja bless við Nonna bró sem er að arka af stað til Liverpool með viðkomu í Reykjavík. Óska honum og Kathleen velfarnaðar á nýjum slóðum :)

lesa...lesa...

Till next...adios

No comments: