Friday, October 17, 2008

Tilraunir

Hann Mikael Hugi minn er rosalega duglegur að leika sér við aðra stráka og þarf helst að vera að leika sér við aðra frá því að hann kemur heim og fram að kvöldmat. Þetta er alveg gott og blessað, nema að uppátækin geta orðið anski skrautleg.
Mikael og vinur hanns eru t.d búnir að grafa heljarinnar holu í garðinum, sem var svo voða voða erfitt að moka ofaní þegar ég komst að þessum uppgrefti þeirra...enda voru þeir bara að grafa eftir fjársjóði, svo þetta var mjög eðlilegt! Svo í gær þá laumuðust hann og þessi mest uppátækjasamasti vinur hans inn í eldhús, náðu sér í mjólk og nesquikk í krukku og fundu haus af fugli úti sem þeir skelltu út í koktelinn! Kristján greiið fann krukkuna út á tröppum, sér haus af fugli í kakógumsinu og bregður svo að hann missir krukkuna og glerbrot, kakó og fuglshaus út um allar tröppur! Ég varð bara ekkert rosa glöð, æsi mig aðeins við strákana sem taka á rás út og hafa vit á að láta ekki sjá sig í svona korter...svona á meðan ég var að þrífa upp ógeðið og afæsast aðeins.
Svo komu þessi grei, til mín inn í eldhús, ekkert nema skömmustulegheitin uppmáluð og lofuðu öllu fögru....og ætla að sjálfsögðu ekkert að gera þetta aftur. Þeir mokuðu meira að segja aðeins betur ofaní fjársjóðsholuna sína, einnig virðist hluti af moldinni hafa gufað upp eða verið tröðkuð niður ;)

Jæja, nóg af prakkarasögum. Ég fór á KEA í gærkveldi, á vínkynningu, drakk þar slatta af misgóðum rauðvínum og fann svo á mér þegar ég labbaði heim...kláraði svo kafla í ritgerð og sendi frá mér, það á svo alveg eftir að koma í ljós hversu gáfulegt það hefur verið ;)
Núna er planið að leggja sig og fara svo með bílinn í dekkjaskipti...held að það sé bara komin tími á nagla...það er bara rétt ókominn snjór ;)

Till next...adios

No comments: