Tuesday, October 21, 2008

Það var allt á floti allstaðar....

Það var ekkert spes að koma heim úr skólanum í gær...en fram að því hafði gærdagurinn verð alveg stór fínn. Fór á fund með forseta Íslands, Hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, sem var fínt, spurði hann að spurningu og tók í hönd hanst á eftir...en fram að þessu hafði ég aðeins séð kallinn í sjónvarpinu ;)
Svo fór ég á fund í Brekkuskóla og hitti eina fína konu sem er að kenna honum Mikael Huga mínum að lesa ;) það var fínt og við báðar ánægðar með kappann ;)

Svo kom ég heim og þar var bara allt á floti! En niðurfallið hafði stíflast út úr húsinu og bæði vatn úr þvottavél efrihæðarinnar og svo gegnumrennsli úr ofnum búið að fylla þvotta húsið og hálfa íbúðina mína...eldhúsið, gangurinn, baðið og forstofan...allt á floti!
Eftir að ég var búin að snúast í nokkra hringi og bjarga gellustígvélunum mínum úr flóðinu, þá hringidi ég í Friðbjörgu og af góðsemi sinni kom hún og hjálpaði mér :) væri sennilega annars ennþá að þurrka ;)
Dúkurinn í eldhúsinu fékk að fjúka út og einnig teppi fram á gangi, en þetta var gersamlega gegnsósa og hefði eflaust ekki þornað fyrir jól!
Svo það var svo pöntuð pizza í kvöldman og svo brunað á kabarett æfingu...fun fun fun.

Till next...adios

1 comment:

Anonymous said...

Spurðir þú Ólaf hvar Dorrit væri? Skilst að það hafi verið eina spurningin sem hann fékk í einum skóla! Ömurlegt að koma að íbúðinni á floti. Þú átt samúð mína alla - og það skuldlausa takk fyrir. Bestu kveðjur. Hanna litla