Wednesday, October 01, 2008

Dah!

Ég var að horfa á fréttir núna kl.22:00, ég bara varð að sjá fréttirnar aðallega vegna þess að ég hef ekki haft neinn tíma (eða gefið mér hann) til að læra í dag, og á eftir að læra helling...þess vegna fór ég náttúrulega að horfa á seinni fréttir. (Ekki spyrja mig nánar út í þessa röksemdarfærslu mína, því hún heldur hvorki vatni né vindi).
Það sem vakti athygli mína í þessum fréttatíma var að nú ætlar Akureyrarbær að hækka allar gjaldskrár sínar um A.M.K. 10% (sem eftir mínum skylningi verður ekki minna en 15%...maður er nú farinn að þekkja þetta pakk sem situr í bæjarstjórn)...svo var talað við bæjarstjórann...og eins og vanalega var það aumkunarvert.
Auðvitað þótti henni alveg hræðilegt að velta þessari hækkun yfir á heimilin/fjölskyldur í bænum sem mega náttúrulega ekkert við meiri hækkunum en verið hafa (nema náttúrulega launahækkunum) en þetta var og verður bara svona. Hún hefði næstum geta sagt: "Sorry guys, get ekkert að þessu gert". En ég spyr: Getur þetta fukking bæjarfélag ekki bara tekið á sig hækkanir alveg eins og heimilin í bænum??? Getur bæjarfélagið ekki bara þraukað og tekið lán og hjálpað vaxtarpíndu fólki í bænum??? Á bæjarfélagið ekki að hjálpa í stað þess að velta öllum hækkunum yfir á okkur???
Ég segi bara fuss og svei!
Ef ég væri bæjarstjóri þá væru hlutirnir nú ekki svona, sei sei nei...hér væri allt í blóma og allt annað gert en að hækka útgjöld þeirra sem minnst mega við því :)
Ég er nefnilega svo sniðug ;) og ætla líka að verða bæjarstjóri þegar ég er orðin stór :)

Well...verð víst að senda einhver verkefni frá mér fyrir háttinn...og þá kanski betra að fara að vinna eitthvað í þeim ;)

Á meðan að allt hækkar sem hækkar getur þá getum við þó brosað til hvors annars...það kostar ekki neitt og ber góðan ávöxt ;)
Vá hvað ég er góð í spakmælunum...múhahaha :)

Till next...adios

No comments: