Monday, December 17, 2007

Askasleikir

Klukkan er að verða hálf 12 á hádegi og það er ennþá nánast svarta myrkur úti! Alltaf hlakkar mig nú jafn mikið til þess tíma þegar daginn fer að lengja á ný :) Held ég sé meira fyrir ljós en myrkur, finnst bara best að sofa í myrkri...þess vegna er ég nú eiginlega ný komin á fætur ;)
En núna á eftir á að gera aðra tilraun til þess að fara í búð, og ég vona að það haldi allir heilsu í því ferðalagi. Spruning um að fara bara í Nettó!
Mikael er orðinn fínn, segist reyndar annað slagið vera veikur, en svona meira þegar það hentar honum...eins og ég verð að sækja handa honum eitthvað að drekka af því að hann er svo lasinn.... svo sagðist hann ekki geta farið í skólann á morgun, vegna veikinda, þangað til að ég benti honum á það að þá missti hann af sundinu, þá varð hann voða hress og auðvitað fer hann í skólann á morgun :)
Svei mér þá, ég held bara að það sé farið að dimma aftur!!!!
Fólkið á efri hæðinni hjá mér er alveg að missa sig í jólaljósum, þau voru reyndar byrjuð að setja seríur út í glugga í byrjun nóvember og hafa nánast ekki stoppað síðan...setja meira að segja seríur í geymslugluggana og utanum þvottasnúrurnar. Verður örugglega ekkert gaman að ná þessu af snúrunum eftir jólin ;) Svo var bankað upp hjá mér í gær, þá hafði farið öryggi hjá þeim (og þau eiga náttúrlega engin öryggi, afþví að það er miklu auðveldara að fá þau bara hjá mér) þegar þau voru að segja peru í útiljósið...rauða-jóla-peru! Mér fannst þetta reyndar ferkar minna mig á ljós sem gæfi til kynna pútnahús. Og svo eru þau með bláar seríur í flestum gluggum....vantar alveg alla sjatteríngu í þetta hjá þeim. Þau (eða annaðhvort þeirra hjúa þarna uppi) eru líka farin að spila jólalög á píanóið í tíma og ótíma, sem væri kanksi svolítið sætt ef þau kynnu að spila! "Jólasveinar ganga um gólf " og ekki ein einasta laglína án þess að fara út af laginu...og bara í öllum lögum! Meira að segja ég gæti spilað þessi lög einhent á píanó án þess að ruglast...hehe.
Jæja, held ég verði bara að drífa mig af stað í búðina, búin að gefast upp á að bíða eftir því að það byrti meira ;)

Till next...adios

2 comments:

Díana said...

Æ það er gott að þú ert í svona miklu jólaskapi elskan mín.... glædelig hátidth

Elísabet Katrín said...

Takk sömulædish!