Monday, December 24, 2007

Kertasníkir

Góðan daginn gott fólk :) Upp er runninn fallegur aðfangadagur, kom passlega mikill snjór í gær til að þekja allt lítillega. Nú er sólin að koma upp og slær rauðgilltum bjarma á skýin í suðri. Maður er svona rétt við það að fá jólakökkinn í hálsinn :)
Annars er heilsufarið að skána á bænum, Kristján er reyndar ennþá með hálsbólgu en er skárri og tekur ekki annað í mál en að fara í sveitina! Ég var meira að segja búin að gera plan B og kaupa jólamat ef heilsan yrði ekki góð til ferðalaga, en virðist geta geymt hann eitthvað ;) "Eldsnemma" í gær fórum við Mikael í leiðangur, keyptum hálstöflur í stórum stöflum og fórum svo í buxna og sparibinda-leiðangur. Skemmst er frá því að segja að við riðum ekki feitum hesti frá þeim leiðangri! Hér í bæ (litla-stórbænum Akureyri) eru ekki til gallabuxur nr.122 og ekki til sparibindi á 6 ára stráka! Það eru til sparibindi á pínu-litla stráka og svo aftur stóra-stóra stráka. Reyndar finnst mér þetta skrýtnara með gallabuxurnar. Ég geri þá ráð fyrir að hér um bæ hlaupi um hálf naktir strákar á þessum aldri, eða þá að hér búi fáir sem engir strákar á þessum aldri! Sem passar ekki alveg því að í bekknum hans Mikaels eru 63 krakkar og þar af örugglega 40 strákar, þeir eru a.m.k í stórum meirihluta! Eða hitt að strákar á þessum aldri gangi bara í íþrótta- eða joggingbuxum, eða það langsóttasta....allir 6 ára strákar fá gallabuxur í jólagjöf og þess vegna voru þær ekki til í neinum búðum á Akureyri ;) Þetta er náttúrulega mjög dularfullt. Ok, verð nú samt að viðurkenna að ég átti nú kanski eftir að fara í eina búð, kíki í hana milli jóla og nýárs.
Svo er líka allt jólaöl og appelsín búið í bænum, það er ennþá til aðeins af malti og appelsíni í 10-11 og það kostar líka sitt! Fór þangað í gær og greip með mér tvær kippur....og þær kostuðu nú bara rétt um 2000kr. Hefði bara verið nær að kaupa rauðvín ;) held það sé ódýrara. En ég sá nú samt ekkert eftir þessum aur, strákunum finnst þetta voða gott, og þetta hefur komið sér vel fyrir sjúklinginn minn sem hefur verið mjög lystarlaus.
Jæja, gólfin skúra sig víst ekki sjálf, svo þarf ég að setja í eina vél og náttúrulega skreyta jólatréið :)
Gleðileg jól öllsömul nær og fjær...hó hó hó :)
*<:o)

Till next...adios

No comments: