Sunday, December 16, 2007

Pottaskefill

Pottaskefill var nú alltaf kallaður Pottasleikir í mínu ungdæmi...en kanski er skefillinn eitthvað fínni, finst það samt alveg í takt við Askasleiki að kalla hann bara Pottasleiki áfram, og ekkert að vera að skafa utanaf þessu ;)
Mikael varð lasinn í gær, ég fór með strákana í Hagkaup (þar sem brjálæðið er) og eftir svona 5 min þar, fór hann að kvarta ógurlega yfir að sér liði illa, mér fannst það svo sem ekkert skrítið, þar sem fólk tróðst og tróðst og varla hægt að labba um með kerru án þess að sitja fastur á milli fólks með verslunarbrjálæðisglampa í augunum.
Svo það var lítið keypt, bara kjúlli í matinn og ein dvd mynd og svo brunað heim, ég var nú í rauninni bara pínu fegin...
Svo Mikael lá og horfði og sjónvarp og svaf mest megnis allan daginn í gær, eftir búðarferðina.
Ég þóttist ætla að rjátla eitthvað við að laga til, fór nú lítð fyrir því, en náði að fara með 1 ruslapoka af fötum í rauðakrossinn. Þetta voru nú reyndar föt sem ég var búin að setja í poka í haust...svo ekki skilja mig sem svo að ég hafi verið dugleg að fara í gegnum fataskápa ;) isss, það er alveg eftir!
En svo var leikhúsferð í gærkv. á "Ökutíma" og ég veit ekki hvað skal segja. Ég var kanski búin að heyra of mikið af því hvað þetta væri frábært leikrit, að mér fannst það bara svona allt í lagi! Ekkert frábært, en ekkert leiðinlegt heldur. Fanst það kanski full átakalaust miðað við efnið sem var tekið á. En núna vona ég bara að það sé fullt af fólki ósammála mér og skrifi þvílíku kommentin að ekki hafi annað sést ;)

Pabbi hefði átt afmæli í dag, orðið 83 ára, planið var að fara í sveitina en ég veit ekki hvort heilsufar Mikaels leyfir það, en hann er nú samt talsvert hressari en í gær (þarf svo sem ekki að vera mjög hress til þess). Svo sennilega verður maður bara heima að dunda sér og horfa á góða veðrið út um gluggann.

Svo sá ég jólasvein í gær :) ekki á sleða nei, heldur ók hann rauðum fólksbíl hér upp Þórunnarstrætið og flautaði ógurlega og veifaði til mín :)
Ég vissi alltaf að jólasveinninn væri til!!! :)

Till next...adios

1 comment:

Hanna Stef said...

Fór einmitt í Hagkaup í gær um kvöldmatarleytið til að losna við ösina!!Hmmmm... einmitt. Það var varla hægt að komast áfram og fólk tróðst áfram og móðir mín elskuleg og fótbrotin var með mér en ekki var tekið tillit til hennar. Þvílíkt og annað eins, allir með brjálæðisglampa í augum. Er ég að missa af einhverju? Ég er rétt byrjuð að kaupa jólagjafirnar, hef ekkert bakað enn og varla þrifið að ráði - en er samt saliróleg! Sammála þér með pottasleiki, hann hét það í mínu ungdæmi. Kv. og vi ses.