Thursday, December 27, 2007

Þriðji í jólum

Hó hó hó, já enn eru jólin ;) og ekki alveg séð fyrir endann á öllu áti! Var að koma heim úr saumaklúbb, örlítið rauðvínsslegin og úttroðin af mat. Þetta hlýtur náttúrulega að leiða af sér eitthvað gríðarlegt átak í byrjun janúar...eða febrúar ;) Annars var þessi dagur mjög rólegur, byrjaði á því að við sváfum fram að hádegi (er að fá nett kvíðakast yfir því að snúa sólarhringnum við aftur...en það verður ekki fyrr en 4.jan) og svo fóru ég og Mikael að föndra saman kubbakalla sem hann fékk í jólagjöf...reyndar eru þetta einhverjar ferlegar ófreskjur en flottar óferskjur ;) og gaman að setja þetta saman, gott að vera kominn í háskóla og vera orðinn nógu gáfaður til að geta hjálpað drengnum með þetta :) Annars gaf ég honum eitthvað Spiderman-dót sem ég get ómögulega sett saman, held að það þurfi tæknifræðing til þess! Kanski þegar ég verð búin með háskólanámið ;) Já, svo var piparkökuhúsinu rústað við hátíðlega athöfn...og hluti af því snæddur.
Svo fer Kristján suður á morgun, það er búið að kaupa flugmiða og alles! Annars er greiið svo fullur af kvefi að hann er farinn að missa heyrn og hefur miklar áhyggjur af þessu öllu saman!
Jæja, ég nenni ekki að skrifa meira í kvöld, er södd, feit og þreytt en verð nú að reyna að vaka samt vel framyfir miðnætti...æfa mig fyrir gamlárskvöld ;)

Till next...adios

No comments: