Friday, December 07, 2007

Ritgerðarskrif

Nú er ritgerðarskrifum lokið í bili...vonandi. Var að klára ritgerðina um "umbyltingu á lífsáttum, efnahag og samfélagsgerð á Ísl á tímabilinu 1850-1950" phúff! Byrjaði smá í morgun, fór svo í andlitsbað, lit og plokk, (geggjað, maður ætti að gera þetta annan hvorn mánuð) en ég átti ennþá eftir af gjafakortinu sem ég fékk þegar ég hætti á FSA, svo þetta kostaði varla krónu ;) svo fór ég á kaffi hús og fékk mér kakó og las fyrir ritgerðarskrifin. Ætlaði svo aðeins rétt að kíkja inn í Pennan/Eymundsson, en endaði með að kaupa 7 jólagjafir! Ég er að slá öll met í snemmbærumjólagjafakaupum þetta árið (reyndar ekki erfitt að slá mín fyrri met ;). Svo kíkti ég heim, fór svo í Nettó....og plís, minnið mig á að fara ekki aftur í búð fyrir jólin! Bílastæðin voru troðfull og ys og þys út af engu...halló, eru ekki ennþá 17 dagar til jóla???? Held að neysluæði Íslendinga sé bara ekkert að minnka nema síður sé. Jæja, þegar hér var komið við sögu þá náði ég í Mikael í skólann og fór heim og settist þá niður fyrir fullri alvöru að skrifa þessa blessaða ritgerð. Var að klára kl.22:22 og er ansi fegin. Þá er "bara" eftir að lesa fyrir rökfræðiprófið 14.des...og vinna 3 daga í næstu viku :/
Já, meðan ég man... ég náði hugmyndasöguprófinu, ætla ekkert að flíka einkunninni, en hann KK hefur greinilega verið voða strangur því að einkunnirnar hjá þeim sem náðu voru á bilinu 5-7 og ég var þar á milli ;) bara 1 fékk 8 og engin þar yfir...og nokkrir féllu :(
Þarf að hætta, Mikael lamdi Kristján svo fast að hann meiddi sig í hendinni ....best að hugga aðeins og skammast...tók nú smá syrpu áðan, þar sem ég kíkti inn í stofu og sá að fína tillagningin mín síðan í gær var komin í uppnám!

Till next...adios

No comments: