Monday, December 31, 2007

Gamlársdagur

Ég gleymdi víst að blogga (eða nennti ekki) í gær sem mér telst til að hafi verið sjötti í jólum og í dag því sjöundi í jólum...sem sé, það er farið að síga á seinni hluta jólanna ;)
Við Mikael fengum alveg kast í gær, fórum í Nettó og keyptum smá mat og nauðsynjar. Fórum svo á flugeldamarkað björgunnarsveitarinnar Súlunnar (alveg við hæfi þar sem ég gekk á Súlur fyrri hluta sumars og hefði kanski þurft að bjarga mér þaðan niður...var orðin ansi skjálf-fætt á toppnum, en það reddaðist) og keyptum örlítið af blysum og eina litla tertu...eða kanski meira svona rúgbrauð, svo lítil er hún ;) en við eyddum þarna 4.000 kr. í tóma vitleysu en fyrir góðan málsstað. Veit nú ekki hvar við Íslendingar værum stödd ef við hefðum ekki björgunarsveitirnar, sennilega öll föst upp á fjöllum ;)
Veit ekki hvort ég á eftir að fara yfir farinn veg og skrifa einhvern ægilegan áramótapistil, athuga hvað mér dettur í hug á morgun.
Annars er heldur ekki stefnan að stíga á stokk og strengja áramótaheit, en planið er nú samt að reyna að verða betri manneskja á næsta ári, hugsa vel um strákana mína, standa mig vel í skólanum, hreyfa mig nokkuð reglulega og horfa bjartsýn fram á veginn :)
Eða eins og máltækið góða segir: "Brostu og allur heimurinn brosir með þér, gráttu og þú verður blautur í framan" ;)
Gangið hægt um gleðinnar dyr inn í nýtt ár, eigið góð áramót og fengsælt ár í vændum :)
Knús í krús!

Till next...adios

No comments: