Tuesday, December 11, 2007

Sveiflur

Það eru nú meiri sviftingarnar í þessu veðri. Í gær var birrr birrr kuldi úti, ca.13 gráðu frost, sem manni fanst vera alveg hellingur. Bíllinn fór í gang jú, en var svo frosinn að þær hurðir sem opnuðust, þær lokuðust ekki aftur :/ en strax í gærkveldi var aðeins farið að hlýna og í dag var bara næstum kominn 13 gráðu hiti! Bara bongó blíða.
Fór með strákana í jólaklippinguna í gær, svo núna á ég bara eftir að kaupa örfáar jólagjafir, skrifa jólakort og þá mega jólin koma ;) Já, og svo reyndar er ég að fara í eitt próf á föstudaginn...í rökfræði, en ég þykist ætla að vera voða dugleg að lesa og læra á morgun og hinn...var að vinna í dag og gær, mikið að gera á stóru heimili ;)
Annars er mig farið að langa að skella mér á gönguskíði, planið var að fara í gær, en þar sem að forstið var það mikið þá var því skotið á frest....núna vona ég bara að ég komist áður en snjórinn verður farinn aftur ;)
Fer á morgun ef ég verð dugleg að læra...verðlauna sjálfa mig :)
Fyrsti jólasveinninn kemur víst í nótt, svo ég ætla að drífa mig í rúmið og vona það besta :)

Till next...adios

No comments: