Saturday, December 22, 2007

Gáttaþefur

Ég skaust í bæinn fyrripartinn í gær, byrjaði reyndar á því að fara með 4 ruslapoka af flöskum og dósum í endurvinnsluna. Þurfti að troða þessu inn í bílinn og svo skoppaði þetta út um allt, svo datt einn pokinn á hliðina þegar ég setti hann frá mér fyrir utan bílinn og allt út um allt! Heftur eflaust verið svolítið spaugileg sjón, þótt mér fyndist það ekki það augnablikið.
Svo fór ég í BIKO og keypti mér ljós á ganginn! Dugleg...nú er bara spurning hvort ég kem því upp fyrir jól...þarf reyndar að fara og kaupa skrúfur til að festa ljósið í loftið, komst að því að þær fylgja víst ekki með! Kjánalegt! Svo fór ég í Hagkaup og ætlaði að kaupa gallabuxur á Mikael. Það var nú ekki eins auðvelt og það átti að vera. Ég leitaði og leitaði en fann engar í hans númeri. Reyndar var alveg afskaplega lítið úrval af strákafötum yfir höfuð þarna! Örugglega 90%af barnafötunum voru stelpuföt, strákafötin voru í einu horni og fór ekki mikið fyrir þeim. Enn minna fór fyrir starfsfólki, ég leitaði lengi að aðstoð og fann loksins eina í "sokkadeildinni" hún sagðist ekkert vita um barnafötin og fór að leita að einhverjum í það, kom svo og sagði mér að "hún væri rétt ókomin úr mat", ég skyldi bara hinkra aðeins. Ég stóð þarna eins og álfur innan um barnafötin í laaaaangan tíma og gafst upp fyrir rest og fór. Hagkaup fær ekki góða einkunn hjá mér varðandi þjónustu og bæ thei vei ekki BIKO heldur! En jæja, ég ætlaði nú ekki alveg að gefast upp og fór í Glerártorg, fann barnafatabúð þar, þar voru til einar gallabuxur í réttu númeri! Ég keypti þær bara og fór, konan í búðinni var svo sammála mér að það væri erfitt að fá föt á stráka á þessum aldri. Var nærri búin að spyrja hana hvort hún gæti ekki keypt inn meira af fötum á stáka á þessum aldir, en ákvað að segja bara "gleðileg jól" í staðin.
Svo skottaðist ég í sund með strákana, það var fínt, ég lá í heita pottinum og varð eins og sveskja, reyndar var eitthvað verið að laga stóru- gömlu sundlaugina, svo það var ekkert í boði að synda neitt ;) Strákarnir hömuðust í rennibrautinni, rosa stuð hjá þeim.
Svo voru það jóla-tónleikar ársins ;) Hvanndalsbræður, þeir tóku nokkur "falleg" jólalög og dagleg lög og voru náttúrulega haug skemmtilegir eins og vanalega. Svo var tekið smá pöbba-rölt en það var allt mjög rólegt og ég komin heim fyrir kl.01 :) Fínt kvöld.
Jæja, ætli ég verð ekki að kaupa skrúfur og reka Kristján í bæinn að kaupa jólagjöf handa mér ;)

Till next...adios

No comments: