Wednesday, December 12, 2007

Stekkjastaur

Ég fékk reyndar ekkert í skóinn í nótt...kanski vegna þessa að ég gleymdi að setja hann út í glugga, verð að reyna að muna eftir því í kvöld! En hann Mikael klikkaði ekki á skónum, og fékk Star Wars spil í skóinn, svo kanski fær hann StarWars kerti í nótt, ef jólasveinninn á það til...sem ég efa reyndar, á sennilega eftir að finna upp svoleiðis kerti. Mér finnst annars að það ætti að fækka jólasveinunum, svona niður í tvo. Þetta er tómt ves...og ég sef ekki á nóttunni vegna spennu, er svo hrædd um að jólasveinninn gleymi sér!
En hvað um það, ég fór til fjalla í dag, nánar tiltekið í Hlíðarfjall, á gönguskíði. Alveg glimrandi gott veður og færð, gerist ekki mikið betra. Átti nú reyndar að liggja yfir bókum, en gerði það alveg fram að hádegi ;) svo verður það bara allur dagurinn á morgun...lesa lesa!
Annars eru fleiri en ég í prófun, Kristján er í prófaviku, var í stærðfræði í gær (sagðist hafa gengið ágætlega) , í ensku í dag (gekk vel, ekki við öðru að búast) svo fer hann í dönsku á morgun og íslensku á föstudag. Ég er endalaust að rexa í honum að lesa undir prófin, en svo hef ég grun um að bókin sé fljót að lokast um leið og ég fer út úr herberginu hans!
Jæja, ég veit eiginlega ekkert hvað ég á að skrifa núna, bulla bara eins og þvara samt kemur þvörusleikir ekki strax, er fjórði í röðinni.
Ok, ég skal hætta núna...

Till next...adios

No comments: