Thursday, December 20, 2007

Bjúgnakrækir

Voða er nú fínt að skottast um á náttfötunum.
Ég ræsti strákana rúmlega 8 í morgun, klæddi þá í fín föt (Mikael fór meira að segja í frakka utanyfir sparifötin, eitthvað sem ég mundi allt í einu að ég átti inn í skáp síðan Kristján var á þessum aldri) og þeir gengu glaðir í bragði í skólann á leið á litlu jólin :) Voðalega á ég nú sæta stráka :) Þeir hafa náttúrulega sitt fallega útlit frá feðrum sínum, því að ég held mínu fallega útliti ennþá, en þeir feðurnir báðir orðnir ljótir ;) hehe. (Vona að enginn taki þessu voða alvarlega eða illa). Það hefur nefnilega komið mér pínu á óvart hvað sumir sem lesa bloggið mitt taka því voðalega hátíðlega...halda jafnvel að ég sé í fýlu eða í vondu skapi ef ég er eitthvað að tuða eða hneykslast á hinu og þessu! En svona til að fyrirbyggja allan misskilning þá myndi ég í fyrsta lagi aldrei nenna að blogga ef ég væri í vondu skapi og í öðru lagi er ég aldrei í vondu skapi ;) Þetta er nú bara allt til gamans gert og meira svona í átt til þess að reyna að vera fyndin heldur en leiðinlegur ;) Ég verð kanski bara misskilin grínisti svona eins og Jón Gnarr...hehe.
Annars er svo margt sem liggur fyrir í dag að ég veit bara ekkert á hverju ég á að byrja! Þarf að skrifa jólakort og senda þau (þeir sem búa fyrir utan íslenska landhelgi fá bara engin kort, því ég er orðin alltof sein....þið þarna úti: gleðileg jól og takk fyrir allt gamallt og gott, frá mér og mínum). Þeir sem búa á Íslandi Íslandi Íslandi, fá vonandi sín kort í hendurnar fyrir jól...held það sé síðasti skiladagur í dag, vona að það reddist ef ég kem þessu í póst fyrir miðnætti ;) Á nú eftir að finna nafna-heimilisfanga listann og svoleiðis...þetta tekur allt saman tíma o sei sei já.
Svo þarf að kaupa gjafir og pakka inn já og ég tala nú ekki um að laga til AFTUR!
Jæja, ætla að reyna að ákveða mig hvort ég klæði mig í skokkgallann og fer smá hring, eða hvort ég klæði mig í venjuleg föt og fer að gera eitthvað af viti...Þarf aðeins að hugsa þetta. Passið ykkur á jólastressinu, virðist vera að gagna núna ;) Lýsi, kertaljós, kakó og kósíheit eru ágætis forvarnir...og forðist búðir, þetta grasserar þar ;)

Till next...adios

1 comment:

Sigga Lára said...

Heh... Já, það finnst mér nú undarlegt, ef menn ætla að fara að breggða þér um að vera í vondu skapi...

Ég hef nú séð til þín í ýmsum ástöndum, en aldrei því, og held ekki að þú kunnir það einu sinni. Frekar en aðrir í þinni fjölskyldu. ;-)

Þegar ég er geðvond skilur maðurinn minn mig tildæmis ekki.