Sunday, December 09, 2007

Tónleikar

Tja, það fór nú svo að ég gerðist örlítið menningarleg fyrir jólin og fór á tónleika...rétt leit upp úr skrúringarfötunni og arkaði í höllina á tónleika með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt Garðari Thór Cortes og söngfélaginu Sálubót. Þetta voru alveg magnaðir tónleikar og ég fékk gæsahúð þegar hann Garðar Thór söng "Helga nótt", enda ekki annað hægt, svona flottur maður að syngja svona flott lag ;) Amk var ég bara ánægð með þetta, mætti auðvitað vera betri hljómburður í höllinni, en þetta lagast nú allt með nýja menningarhúsinu sem er óðum að rísa, svo ég bara bíð róleg og nýt þess sem er í boði núna, hvar og hvenær sem ég get :)
Annars er ég búin að vera voða dugleg í dag, setti aðventuljósið út í glugga (ekki seinna vænna þar sem annar í aðventu er á morgun) svo fór ég að laga til og þrífa í elhúsinu, setti seríur í báða gluggana og jólagardínur líka! Voða voða dugleg, eldhúsið er nú reyndar bara hálf klárað af því að ég var dregin upp úr skúringarfötunni og á tónleikana, en ég klára þetta á morgun, á undan eða á eftir laufabrauðsgerð ;) Ætla að þykjast gera nokkrar laufabrauðskökur með gamla laginu, já já, eftir uppskrift! Eða, sko...mamma verður búin að hnoða í degið og svo flet ég út ;) og steiki, hviss, hvass, búmm...:)
Annars þrufti ég að skreppa upp á slysó í morgun, þannig var nefnilega að hann Mikael litli lamdi hann Kristján í olbogann og meiddi sig svo í hendinni að hann skældi í allt gerkveld þar til að hann sofnaði. Svo var hann enn svo aumur í morgun, og gerði ekkert með hendinni að ég þorði ekki annað en að láta kíkja á hann. Hann stera Pétur kíkti á kauða, þuklaði hendina og eftir að ég hafði sagð honum hvað hafði gerst (sem sagt að hann hefði lamið bróðir sinn) þá spurði hann voða varlega "hvað er bróðir þinn gamall"? kanski verið hræddur um að hann ætti pínu lítin bróðir sem hann væri að níðast á. En hann sagði að hann væri ekkert brotinn, hefði bara marist illa svo við fórum bara heim, en hendin er nú samt ennþá bólgin og mjög aum. Svo spurði Mikael þegar við komum heim: "mamma var læknirinn eitthvað þroskaheftur?" og ég var nú frekar hissa og segi: "nei, afhverju helduru það", þá sagði Mikael: "heyrðiru ekki hvernig hann talaði ?" hehe... þetta finnst reyndar engum fyndið nema þeim sem vita hver stera Pétur er og hvernig hann talar :)
Jæja, ég ætla að skríða í rúmið og láta mig dreyma um sleðaferð og jólasveina :)

Till next...adios

No comments: