Friday, December 14, 2007

Stúfur

Gott og slæmt...var að fá lokaeinkunn úr myndfræðinni, fékk 9 og er alveg himinsæl með það :)
en svo er ég að fara í próf í rökfræði á eftir (kl.14:00) og er ekki alveg að skilja þetta torf! Prufaði að taka sýnipróf í gær og fékk 2 !:(
Það er náttúrulega hrein mannvonska að hafa heilt próf bara krossaspurningar!!! Sérstaklega þegar efnið er um:
Modus Ponens:
Ef A þá B
A
B

Modus Tollens:
Ef A þá B
ekki-B
Ekki A

Eða rökhenda:
A eða B
Ekki A
B

Barbara:
Öll A eru B
Öll B eru C
Öll A eru C

Þetta eru sem sé gild rökform, og er næstum það léttasta við þetta próf!

Jæja, ætla ekki að tuða meira í bili, ég geri bara það sem ég get og vona það besta.
Svo er þriggja daga helgarfrí framundan hjá okkur, bæði mér og strákunum :) Svo vinn ég í tvo daga og fer svo í frí fram yfir áramót! Það kemur þá bara í ljós hvort ég les skólabækur eða aðrar bókmenntir um jólin ;)
Það gæti margt verra gerst en að falla á prófi...lífið er dásamlegt :)

Till next...adios

2 comments:

Sigga Lára said...

Juminn. Mar fær nú bara nett flassbakk í þegar við Árni vorum að brasa saman í kennó á Akureyri fyrir einum... 14 árum síðan!
Vá, getur þetta verið rétt?
Eða er maður farinn að ryðga í stærðfræðinni?

Elísabet Katrín said...

Þú hýtur að vera farin að ryðga í stærðfræðinni ;)